Áramót - 01.03.1908, Side 119
123
fram sem sönmmar fyrir sannorðleik sínum:
upprisa hans frá dauðum; sá viðburður er liverj-
um kristnum manni alveg ótvíræð sönnun fyrir
því, að Jesús frá Nazaret sagði satt, — að hann
var ekki að eins sannur maður, fyrirmyndarmað-
urinn alfullkomni, heldur er hann líka sannur
guð.
III.
En þá er eðlilegt að menn spyrji: Hvernig
gat þetta átt sér stað! livernig gat guðlegt eðli
og mannlegt búið undir eins í sömu persónunni?
og hvernig var afstaða þeirra hvers til annars ?—
Svo er eðlilegt að kristnir menn spyrji; það er
eðlilegt að þá iangi til þess að gjöra sér ein-
hverja grein fyrir því, hvernig persónu frelsar-
ans var varið. I persónu hans var guðlegt eðli
og mannlegt sameinað; en hvernig var þeirri
sameiningu varið?
Þegar um það efni er að ræða, þá verðum
vér fyrst af öllu að gjöra oss grein fyrir því, að
þar erum vér að fást við leyndardóm, efni, sem
hlýtur á þessu stigi tilverunnar alt af að verða
að nokkru leyti óráðin gáta, vegna þess, að vér
eigum ekki neitt í reynslu vorri til samanburð-
ar, sem geti gjört oss það fyllilega skiljanlegt,
hvernig guð og maður geti undir eins búið í sömu
persónu.
En þó efnið sé erfitt viðfangs, sjálfsagt eitt-
hvert hið langerfiðasta, sem kristin trúfræði hef-
ir nokkurntíma átt við, þá getum vér ekki sætt
oss við að leiða það alveg hjá oss; vér getum
ekki annað en reynt að gjöra oss sem Ijósasta