Áramót - 01.03.1908, Page 123
127
inn af lieilögum anda. Að það er syndlaust
manneðli, sem hann tekur á sig eða inn í persónu
sína, kemur ekki í bága við það, að liann er sann-
ur maður; því syndin fylgir ekki upprunalega
manneðlinu, heldur er hún komin inn í mannlíf-
ið og manneðlið fyrir það, að maðurinn hefir
farið illa með frjálsræði sitt. En syndlaust
manneðli varð hann að taka, því annars hefði
hann ekki getað verið sannur guð; syndin getur
ekki haft aðsetur lijá guði, því að hún er afneit-
un vilja hans og andstæð veru hans.
Þarna er þá komin fram í mannkynssögunni
í fyllingu tímans, ein ákveðin persóna, bæði lík
og ólík öllum öðrum: guðmaðurinn, sem samein-
ar í persónu sinni tvö eðli, guðlegt og mannlegt.
Eðli hans er guðlegt, þ. e. a. s. hann er í eilífu,
óslitnu samfélagi við föðurinn og hedagan anda;
þess vegna segir Jóhannes (1,18.): ,,Sonurinn
eingetni, sem er (er enn, þrátt fyrir holdtekj-
una) í skauti föðursins“ (í óslitnu xamfélagi
við hann); hann er algóður og heilagur. Og eðli
hans er líka mannlegt, þ., e. a. s. hann er háður
á holdsvistardögum sínum sömu takmörkunum
að því er hinn sýnilega heim og málefni hans
snertir, og aðrir menn, af því hann hefir af
klæðst þeim guðdómlegu eiginlegleikum, sem
koma fram í afskiftum guðs af heiminum og
gjöra hann að því leyti hafinn yfir heiminn. 1
þessu er læging hans fólgin.
Hinn lækkaði guðs sonur,-guðmaðurinn Jesús
Kristur, hyrjar þá jarðlíf sitt eins og maður, að
öllu leyti að því er snertir samband hans við
heiminn. Þess vegna vaknar meðvitund hans um