Áramót - 01.03.1908, Page 124
128
heiminn í kringum hann á sama hátt og hjá hinu
bezt gefna barni; liann þroskast smámsaman á
eðlilegan hátt; hann lærir eins og aðrir menn,
að heimurinn er skapaður af guði og að heimur-
inn er fallinn í synd: honum skilst smámsaman
að hann er að því leyti ólíkur öllum öðrurn mönn-
um, að í honum býr engin synd, og að hann er
kallaður til þess að frelsa heiminn; alt þetta
skilst honum að sama skapi og manneðli hans,
eftirtekt og skynsemi þroskast á eðlilegan hátt.
Alt samband hans við heiminn verður mannlegt,
t. d. að því er snertir þekkingu á sögulegum og
náttúrufræðislegum efnum; eða með öðrum orð-
um, vitund lians er mannleg að öllu leyti öðru
en því, er snertir liið innra samlíf hans við föð-
urinn. Þess vegna er hann 12 ára gamall að
fræðast af kennurunum í musterinu um sögu
Gyðingaþjóðarinnar og guðfræðiskenningarnar
gyðinglegu, en hefir þó fulla meðvitund um sam-
félag sitt við föðurinn, eins og kemur fram í
svari hans til .Jósefs og Maríu, þegar þau fundu
hann þar.
Samfara annari þekkingu hans um heiminn
vex líka smámsaman skilningur hans á ráðsá-
lyktun guðs mönnunum til sáluhjálpar og köllun
sinni til þess að framkvæma hana, og á því,
hvernig og hvenær hann á að gera það; þetta
verður honum smámsaman Ijósara fyrir bænar-
samlífið við föðurinn og rannsókn ritninganna á
unpvaxtarárunum. Þegar liann er orðinn 30 ára
gamall, er híwm fyrir skírn Jóhannesar vígður
til þess að fara að starfa að endurlausnarverki
sínu; sending andans við það tækifæri er skipun