Áramót - 01.03.1908, Síða 129
133
og söguleg efni. Hann hefir sjálfsagt haft þá
meðvitund um sjálfstakmörkun sína, að um þessi
efni lægi fyrir utan verkahring hans að vita eða
fræða aðra; liefði hann vitað allan sannleikann
um þau efni, þá hefði hann ekki verið sannur
maður á þeim tímum, sem hann dvaldi hér í hold-
inu. Þessi meðvitund hans um takmörkun verka-
hrings síns kemur meðal annars fram í svarinu,
sem hann gaf manninum, sem vildi fá hann til
þess að skera úr fjármála-ágreiningi milli sín og
hróður síns: „Maður, hver hefir sett mig fyrir
dómara eða skiftaráðanda yfir ykkur?“ (Lúk.
12, 14). Það var annara verk. Hann var ekki
kominn til þess að vera dómari í veraldlegum efn-
um eða fjárhaldsmaður manna, heldur til þess að
boða þeim eilífa guðlega náð og gefa þeim eilíft
líf. Þessi takmörkun raskar ekkert óskeikulleik
lians, sem hinnar fullkomnu opinberunar hins
guðlega hjálpræðis, eins og það vfir höfuð að tala
raskar ekki vitund óskeikulleik heilagrar ritning-
ar sem opinberunar á ráðsályktunum guðs synd-
ugum mönnum til sáluhjálpar, þó að höfundar
hennar kunni að hafa verið ófróðir um eitthvað
eða ekki farið nákvæmlega rétt með eitthvert at-
riði, t. d. sögulegs efnis, sem er algerlega fyrir
utan svæði binnar guðlegu opinherunar. Þegar
menn fara að blanda slíkum hlutum saman við
guðlega opinberun og gera þau að trúarefni, þá
misbjóða þeir trúarmeðvitund manna og gera,
mót vilja sínum, málefni trúarinnar hið mesta ó-
gagn. Á slíku byggist ekki sáluhjálp nokkurs
manns; eg get verið jafn-vel kristinn fyrir það,
hverju eg trúi um það, að einhver af konungum