Áramót - 01.03.1908, Page 140
i-14
verði prestvígður næsta vor. Fjársöfnun til lianda
heimatrúboðinu sé höfð í öllum söfnuðum kirkju-
fél. næsta haust í sambandi við reformazíónar-
hátíðina. í trúboðsnefndina var kosinn til þriggja
ára hr. W. H. Paulson. Nefndarmennirnir hinir,
sem fyrir voru, eru: séra Pr. J. Bergmann og
séra Búnólfur Marteinsson.
2. Heiðingjatrúboðið: — Á liðnu ári höfðu
23 söfnuðir lagt fé í heiðingjatrúboðs-sjóðinn,
svo við hann hafði á árinu bætst $363.16, auk
25 doll. gjafar, sem afhent var á þinginu frá ó-
nefndum vini heiðingjatrúboðsins í Minneota.
Samþykt var að fela standandi nefnd málið til
meðferðar næsta ár og í hana kosnir: séra Jón
Bjarnason, séra Björn B. Jónsson og séra Krist-
inn K. Ólafsson. Nefndinni var falið: a) Að
leita fjárframlaga hjá söfnuðunum einhvern tíma
á langaföstu. b) Að undirbúa svo, að á 25 ára
afmæli félagsins geti kirkjufél. sett sig í samband
við eitthvert annað liíterskt kirkjufélag um að
kosta tiltekinn heiðingja-trúboða að öllu eða
nokkru leyti, eftir því sem efni leyfa, ef það þá
ekki á kost á að senda út eigin trúboða sinn. c)
Að styrkja nú þegar á þessu ári tvo heiðingja-
drengi á trúboðsskóla General Councils í Rajah-
mundry á Indlandi.
3. Skólamálið: — Nefndin í því máli frá
fyrra ári lagði fyrir þingið skýrslur fjársöfnun-
armannsins og kennaranna. Þessar samþyktir
voru gerðar í málinu: 1. Málið sé næsta ár í
höndum 5 manna nefndar. í nefndina voru kosn-
ir: dr. B. J. Brandson, séra Kr. K. Ólafsson, H.
A. Bergmann, Elis Thorwaldson og M. Paulson