Áramót - 01.03.1908, Page 141
145
2. Kennaraembættið við Giustavus Adolphus Col-
lege, haldi áfram að eins eitt ár til. Þó má nefnd-
in, ef henni lízt hyggilegra, semja við kennarann
um að hætta nú þegar og borga honum einhverja
fjárupphæð, þó eigi meiri upphæð en þann part
launa hans, sem kirkjufélagið borgar. 3. Kenn-
araembættið við Wesley College sé einnig lagt
niður eftir eitt ár, en haldi áfram þar til með
sama kennara og sömu kjörum og verið hefir. 4.
Skólanefndin tilkynni viðkomandi skólum og
kennurum þessi úrslit nú þegar. 5. Allur kostn-
aður við kennara-embættin næsta ár greiðist úr
skólasjóði. 6. Heimilað að verja alt að $100 til
þess séra Björn B. Jónsson haldi áfram málaleit-
un sinni við hérlenda auðmenn um styrk til
kirkjufélagsskóla.
4. Tímaritin: — Skýrslur um fjárhag þeirra
og útbreiðslu voru lesnar. Samþykt var: 1.
„Sameiningin“ komi út eins og áður, 2 arkir á
mánuði hverjum; séra Jón Bjarnason sé ritstjóri
og séra Björn B. Jónsson aðstoðar-ritstjóri;
ráðsmaður sé Jón J. Vopni. 2. „Aramót“ komi
út sem að undanförnu og sé séra Björn B. Jóns-
son ritstjóri og Jón J. Vopni ráðsmaður. í
„Aramótum“ sé ekki birt gerðabók þingsins,
heldur að eins stutt ágrip af starfi þess. Gerða-
bókin birtist í „Lögbergi“ og sérprentun af henni
sé gefins út býtt kirkjuþingsmönnum, þeim er á
þessu og næsta þingi sitja. 3. Þessir kosnir í
nefnd til að annast útgáfu „Framtíðarinnar“ á-
samt væntaniegri nefnd bandalaganna : J.A.Blön-
dal, George Peterson og Chr. Johnson. Ritstjóri