Áramót - 01.03.1908, Page 144
148
Sigurði S. Cliristoplierssyni $100 námsstyrk úr
kirkjufélagssjóði.
Skrifara voru goldnir 25 doll. sem þóknun
fyrir ritstörf hans.
Ársgjöld safnaðanna næsta ár voru ákveðin
$850.
Þeim cand. theol. Lárusi Sigurjónssyni og
stud. theol. Guttormi Guttormssyni, sem gest-
komandi voru á þingi, var veitt málfrelsi í þing-
inu.
Skrifleg kveðja og árnaðarósk barst þinginu
frá Eev. Dr. DuVal, forseta presbyterisku kirkj-
unnar í Canada, og var forseta kirkjufélagsins
falið að svara því ávarpi á tilhlýðilegan hátt.
Enskur prestur, Eochester að nafni, umboðs-
maður fyrir The Lord’s Day Alliance, ávarpaði
þingið í tilefni af helgihaldi sunnudagsins.
Sérstakri ánægju sinni lýsti þingið yfir því,
að séra Jón Jónsson hefði komið á þing sem er-
indsreki Lundar-safnaðar og greiddi honum
þakklætis-atkvæði fyrir starf lians í þarfir kirkju-
félagsins í Álftavatnsbvgð.
Næsta kirkjuþing var ákveðið að halda í
Winnipeg hjá Fyrsta lúterska söfnuði þar, sam-
kvæmt tilboði þess safnaðar. Þingið óskaði þess,
að foresti tiltæki „gildi heilagrar ritningar“ sem
umtalsefni á trrímálsfundi næsta kirkjuþings.
Forseta var falið að afgreiða sérhvað það,
er gleymst kynni að hafa á þinginu. Þakklætis-
atkvæði greiddi þingið foseta fyrir fundarstjórn.
* # #
Á kirkjuþinginu voru tveir fyrirlestrar flutt-
ir. Annan flutti séra Eunólfur Fjeldsteð, um