Áramót - 01.03.1908, Page 145
H9
hærri kritíkina; hinn flutti séra Friðrik Hall-
grímsson, um Jesúm Krist, guðmanninn. Báðir
eru fyrirlestrarnir prentaðir í „Áramótum" hér
að framan. Fjöldi fólks var viðstaddur, er fyrir-
lestrarnir voru fluttir.
Svo sem vant er var einn þingfundr helg-
aður unmrðum um trúmál. Fundur sá var hald-
inn að kveldi mánudagsins 22. Jiiní. Umræðu-
efnið var: Gildi trúarjátninga. Séra Jón
Bjarnasn hóf umræðurnar með langri ræðu, sem
prentuð er hér að framan. Mál þetta var síðar
rætt af all-mörgum með mestu alvöru. Stóðu um-
ræðurnar fram til miðnættis. Kirkjan var troð-
full af fólki alt þar til er fundi var slitið. Marg-
ir óskuðu eftir, að umræðunum yrði haldið áfram
síðar, en til þess vanst ekki tími.
Auk guðsþjónustunnar í þingbyrjun voru
tva>r guðsþjónustur fluttar á þingstaðnum sunnu-
daginn, sem féll inn í þingtímann. Þann sama
dag voru og guðsþjónustur fluttar af prestum og
trúboðum kirkjufélagsins í bæjunum Winnipeg
og Gimli. Hvern morgun var þing hafið með
stuttri guðsþjónustu: sálmasöng, biblíulestri og
bænagerð. Stóðu prestarnir til skiftis fyrir þeim
guðsþjónustum. 1 lok hvers fundar var ávalt
]>eðist fvrir.
Frábærlega góðum viðtökum áttu kirkju-
þingsmenn og aðrir gestir að fagna af hálfu safn-
aðarins í Selkirk. Var ekkert tilsparað að dvölin
þar yrði sem ánægjulegust. Söfnuðurinn leigði
eimskip og flutti alla gesti sína niður eftir Rauð-
á, alt að árósum. Gekk allur seinni hluti mánu-
dags í lystisigling þá, og þótti það hin bezta