Jörð - 01.09.1947, Blaðsíða 116
114
JÖRÐ
ur að gera við saumavélar og prímusa, og svo hafði hann fengizt
við skósólningar og var talinn laginn rakari og hárskeri — svo
þó að Jeremías væri kannski hvorki þekktur sem skáld né spá-
maður, þá var hann maður, sem hafði fullt svo mikla tiltrú hér
í sveitinni sem slíkir náungar. Og Jeremías gramsaði í vélinni
í e/s Elíasi og úðaði steinmónum af því ógnarkappi inn í log-
ana í eldholinu, að snarkið og fnæsið í eldinum heyrðist alla
leið upp í brú. Á hverjum einasta morgni, sem gufuskipið Elías
átti að fara út á Skaga, var Jeremías kominn ofan á bryggju á
undan öllum öðrum, og þar sem framkvæmdastjórinn Elías
taldi rétt að nota móinn úr Víkurmýrunum í stað kola, enda
frægasti steinmór, stóð Jeremías í skorpunni við að kljúfa spýt-
ur og velja uppkveikjuflögur — og síðan úðaði hann mó inn í
eldholið, eftir að hann var búinn að kveikja upp, og ekki hætti
liann fyrr en honum hafði tekizt að fá upp nægilegan gufuþrýst-
ing í katlinum, og þarna stóð svo þykkur reykurinn upp úr
reykháfnum á e/s Elíasi, þegar kapteinninn kom niður á
bryggjuna, — eins og þetta væri sjálfur Hvítbjörninn eða svo-
leiðis orlogsskip frá þeim dönsku. Og síðan var brunað út Dratt-
halafjörðinn með fólk og alikálfa, mjólk í brúsum, skyr í döll-
um, smér í bögglum og tínum, rjóma í flöskum — spjald, með
utanáskrift viðtakanda neglt á eða bundið við hvert ílát, — og
ekki má gleyma póstinum, röndóttum pokum með lakki og inn-
sigli og blýklumpi á fyrirbandi — pokum, sem ekki var einu
sinni hægt að stela tómurn áhættulítið, hvað sem við lá, og
þó að enginn maður væri nálægur.
Andrés kapteinn sá sjálfur um stýrið — sleppti því ekki við
neinn, enda kom það ekki fyrir, að hann lenti bátnum eða
renndi honum á sker eða grynningar. Það var óhætt að segja, að
lukkan væri með kapteininum, enda var hann þaulkunnugur
firðinum frá grásleppu- og silungsveiðum sínum og svo auðvitað
úr ferðunum á sexæringnum, — þurfti víst ekki að taka lóss,
hann Andrés, eins og þeir, sem gylltari höfðu kaskeytin og
sigldu hreinni leiðir.
En það gekk heldur verr í vélarrúminu hjá honum Jeremíasi.
Þegar báturinn var búinn að vera í ferðum í nokkur ár, fór ket-
illinn að finna upp á þeim óvanda að hvæsa og frussa út með