Jörð - 01.09.1947, Side 153
JÖRÐ
151
er illa hirt, ekki atliugaðar leiðslur.og stýristæki og ekki séð uin
nægilegt benzín eða smurningu o. s. frv. Eftirtektarvert er,
hvað árekstrar á fjöll og annað jarðfast valda tiltölulega oft
slysum, og svo það, að þurfa að lenda við óheppileg skilyrði.
Flest af þessu telur höf. að forðast megi með nægilegri varúð.
Mjög er eftirtektarvert, hvað slys eru margfalt tíðari á fleyj-
um, sem ekki fljúga í föstum áætlunarferðum. Þar er síður
skeytt um varúðarráðstafanir og flugmenn oft lítt æfðir og
óprúttnir.
Aðalregla flugfélaga, sem flytja farþega, er sú, að leggja ekk-
ert á hættu, gæta öryggisins frarnar öllu öðru („safety first“).
En til þess að geta lialdið þessa reglu, verður að vanda mjög til
flugmanna og starfsliðs yfirleitt og alls ekki líta við öðrum en
þeim, sem þaulprófaðir eru, eigi aðeins að kunnáttu, heldur
einnig ábyrgðartilfinningu og öðru innræti.
Það vantar ekki, að stríðið haíi arfleitt heiminn að miklum
Ijölda flugmanna, sem eru betur æfðir en nokkru sinni fyrr.
En liins hefur þótt verða vart, að varkárni og ábyrgðartilfinn-
ingin væri ekki að sama skapi mikil, enda þessir menn því van-
astir, að leggja á tvísýnu og láta slarkast gegnum örðugleikana.
I arþegaflugið hefur hins vegar ekkert að gera með slíkar flug-
betjur, og ekki lieldur menn, sem aðallega líta á flugið sem
sport. En sportflug er það, sem mest freistar manna til að fara
að læra á iflugvél. Þeir líta á þetta sem eina hina allra vanda-
sömustu íþrótta, er geysimikið hugrekki þurfi til. Sannleikur-
lrin er sá, að eins og nýtízku fley eru útbúin, er minni vandi
að læra einfalt flug, en að læra að stýra bíl. Annað mdl er, að
lœra að stjórna farþegafleyi við erfið náttúru-skilyrði og nota
þau tœki, sem það er útbuið með. Það er hinn mesti vandi,
°g krefst alveg sérstakra gáfna, stillingar, lærdóms og samvizku-
Serni, sem fæstir unglingar hafa til að bera í nægilegum mæli,
t)eirra, sem í einhvers konar hrifningu ákveða að vígjast flug-
bstinni.
ufÉR á íslandi eru flugskilyrði erfiðari en í flestum ef ekki
öllum öðrum löndum, vegna óstöðugrar veðráttu, þoku-
^°fts, lági-a skýja og hárra fjalla. Þetta leiðir óhjákvæmilega af