Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Page 68

Eimreiðin - 01.10.1930, Page 68
372 GEIMFARIR OG GOSFLUGUR EIMREIÐIN vill hann láta safna sólargeislunum með bjúgglerjum og varpa þeim um alla klefa hnattskipsins. Langerfiðasta viðfangsefnið í hnattsiglingafræðinni er að búa þannig um, að farþegarnir þoli hraðann. Það verður ekki heiglum hent að taka þátt í geimförum, og er það álit sérfræðinga, að hinn geysilegi hraði muni hafa skaðleg áhrif á líffæri farþeganna. Menn óttast, að hraðinn geti valdið innvortis skemdum og truflun á tauga- kerfinu. Hættan er talin að stafa fremur af hraðaaukningunni en hraðanum sjálfum. Ef gert er ráð fyrir, að hraðaaukningin só tuttugu og fimm metrar á fyrstu sekúndu, fimtíu á næstu, sjötíu og fimm á þeirri þriðju, og þannig áfram, kemur þessi aukning fram sem þyngdar- og þrýstingarauki, svo líðanin verður líkust því sem ógurlegt farg leggist á farþegann. Hann fær ekki hreyft legg né lið. Ef hann reynir að lyfta örlítið hendinni, kostar það hann svo mikla áreynslu, að svitinn bogar af andliti hans. Beri hann á sér lausa silfurpeninga eða aðra smámuni, grafast þeir inn í hold honum og valda sársauka. Líðanin verður því vafalaust ekki góð fyrst í stað. En hins- vegar er ekki talin ástæða til að óttast, að bein lífshætta verði á ferðum. Þess eru mörg dæmi, að flugmenn hafi hrapað langar leiðir í flugvélum sínum með fádæma hraða, án þess þeim yrði meint af. Hinir gætnari meðal sérfræðinga í hnatt- siglingum leggja þó til, að apar verði notaðir til geimfara fyrst í stað, og síðan menn. Þannig megi komast að fastri niðurstöðu um, hve mikinn hraða líffærin þoli. Þegar flugan er komin svo langt út í geiminn, að að- dráttarafl jarðar er hætt að verka, breytist ásigkomulag geims- ins mjög einkennilega. Þyngdin er upphafin. Farþeginn veit ekki fyrri til en hann stendur í lausu lofti í kleía sínum, og fari hann út úr honum, kemst hann að raun um, að sama lögmálið ríkir alstaðar innanborðs í flugunni. Hafi hann haldið á bolla og sleppi honum, stendur bollinn kyr í loftinu, þar sem honum var slept. Stólar og borð eru skrúfuð föst í klefana, og alstaðar eru fetar og kaðlar til að halda sér í, vilji maður færa sig um set. Ekki er þörf á rúmi til að sofa í né svæflum undir höfuðið, og dálítið verður það ankanalegt að neita matar og drykkjar, því ómögulegt verður að hella úr glasi eða flösku, en hinsvegar mjög líklegt að farþeginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.