Eimreiðin - 01.10.1930, Síða 68
372
GEIMFARIR OG GOSFLUGUR
EIMREIÐIN
vill hann láta safna sólargeislunum með bjúgglerjum og varpa
þeim um alla klefa hnattskipsins. Langerfiðasta viðfangsefnið
í hnattsiglingafræðinni er að búa þannig um, að farþegarnir
þoli hraðann. Það verður ekki heiglum hent að taka þátt í
geimförum, og er það álit sérfræðinga, að hinn geysilegi hraði
muni hafa skaðleg áhrif á líffæri farþeganna. Menn óttast, að
hraðinn geti valdið innvortis skemdum og truflun á tauga-
kerfinu. Hættan er talin að stafa fremur af hraðaaukningunni
en hraðanum sjálfum. Ef gert er ráð fyrir, að hraðaaukningin
só tuttugu og fimm metrar á fyrstu sekúndu, fimtíu á næstu,
sjötíu og fimm á þeirri þriðju, og þannig áfram, kemur þessi
aukning fram sem þyngdar- og þrýstingarauki, svo líðanin
verður líkust því sem ógurlegt farg leggist á farþegann. Hann
fær ekki hreyft legg né lið. Ef hann reynir að lyfta örlítið
hendinni, kostar það hann svo mikla áreynslu, að svitinn bogar
af andliti hans. Beri hann á sér lausa silfurpeninga eða aðra
smámuni, grafast þeir inn í hold honum og valda sársauka.
Líðanin verður því vafalaust ekki góð fyrst í stað. En hins-
vegar er ekki talin ástæða til að óttast, að bein lífshætta verði
á ferðum. Þess eru mörg dæmi, að flugmenn hafi hrapað
langar leiðir í flugvélum sínum með fádæma hraða, án þess
þeim yrði meint af. Hinir gætnari meðal sérfræðinga í hnatt-
siglingum leggja þó til, að apar verði notaðir til geimfara
fyrst í stað, og síðan menn. Þannig megi komast að fastri
niðurstöðu um, hve mikinn hraða líffærin þoli.
Þegar flugan er komin svo langt út í geiminn, að að-
dráttarafl jarðar er hætt að verka, breytist ásigkomulag geims-
ins mjög einkennilega. Þyngdin er upphafin. Farþeginn veit
ekki fyrri til en hann stendur í lausu lofti í kleía sínum, og
fari hann út úr honum, kemst hann að raun um, að sama
lögmálið ríkir alstaðar innanborðs í flugunni. Hafi hann
haldið á bolla og sleppi honum, stendur bollinn kyr í loftinu,
þar sem honum var slept. Stólar og borð eru skrúfuð föst í
klefana, og alstaðar eru fetar og kaðlar til að halda sér í,
vilji maður færa sig um set. Ekki er þörf á rúmi til að sofa
í né svæflum undir höfuðið, og dálítið verður það ankanalegt
að neita matar og drykkjar, því ómögulegt verður að hella
úr glasi eða flösku, en hinsvegar mjög líklegt að farþeginn