Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Síða 69

Eimreiðin - 01.10.1930, Síða 69
eimreiðin GEIMFARIR OG GOSFLUGUR 373 verði fyrir því, að steiktar gæsir komi bókstaflega fljúgandi í munn honum utan úr eldhúsi. Þó á hann á hættu að matur- inn komist ekki niður í magann, þótt í munninn sé kominn, og mikla varkárni þarf til að drukna ekki í einum tebolla. Eftir að flugan er komin undan áhrifum aðdráttarafls jarðar, kemst hún fljótlega undir áhrif aðdráttarafls sólar. Vélarnar eru þá látnar nema staðar, og er nú flugan orðin hluti úr sólkerfinu, hnöttur, sem snýst um sólina, unz stjórnandinn hefur gengið úr skugga um, hvenær hagkvæmast muni að nálgast Marz. Þá knýr hann fluguna út úr sporbaugnum, með því að setja vélarnar aftur af stað, og kemst heim undir gufuhvolfið á Marz. En ekki má hann þó geysast áfram inn í gufuhvolfið til að lenda, heldur verður enn að stöðva vél- arnar, og tekur þá flugan að snúast um Marz, eins og tungl hennar. Hefur einn hnattsiglinga-fræðinganna, Valier, lagt það til að lenda fyrst á öðru hvoru Marz-tunglinu og athuga lendingarskilyrðin á Marz þaðan, áður en inn í sjálft gufu- hvolf hnattarins sé farið. Gerum nú ráð fyrir að takast megi að komast alla Ieið til Marz. Hvernig mundi þá ganga að komast alla leið aftur til jarðarinnar? Allir þeir eðlisfræðingar, sem fengist hafa við rannsóknir á möguleikunum til siglinga hnatta á milli, viður- kenna hættuna, sem er á því að komast til baka í gegnum gufuhvolf jarðar. Hættan er einkum fólgin í því, að flugan bráðni upp af núningnum, eftir því sem loftmótstaðan yxi og flugan geystist um þéttari loftlög og nær jörðu. Gæti þá farið um hana líkt og loftsteinana í gufuhvolfinu, sem oft bráðna upp til agna af núningi loftsins. Oberth og Valier, sem báðir eru áður nefndir, telja hægt að setja á fluguna stóra fallhlíf, og í henni gæti flugan liðið hægt og rólega til jarðar. Nýj- ustu framfarir í renniflugi eru þó líklegri til að geta komið hér að liði. Eftir að flugan kæmi inn í gufuhvolfið mætti nota tundur, sem verkaði í gagnstæða átt við stefnu hennar, til þess að draga úr ferðinni. Farþegarnir mundu taka af sér öndunar-hjálmana, stíga á loftskíði sín og renna sér í stórum sveigum niður gufuhvolfið til jarðar. Þannig ætla sumir, að lendingin verði hættuminst. Helstu erfiðleikunum við hnattsiglingar hefur nú verið lýst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.