Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1930, Side 76

Eimreiðin - 01.10.1930, Side 76
380 HÉRAR eimreiðin beint á bælið, þýtur hann upp í einu vetfangi, Sé aftur ekki stefnt á bælið, þó að eitthvað séu rakin sporin, liggur hann kyr og treystir því, að hann sjáist ekki. Veiðimenn kunna að nota sér þelta; verði þeir varir við héraspor og sjá, að hann muni eiga bæli í nánd, varast þeir að stefna á bælið, ganga heldur í hring, sem þeir þrengja altaf, og geta á þann hátt komist alveg að héranum. Hérar, að minsta kosti tegundirnar í Evrópu, eru ekki fé- lagslyndir; þeir fara einförum, kemur jafnvel illa saman ef þeir eru of miklir nágrannar. Móðirin liggur ekki einu sinni hjá ungum sínum, nema rétt á meðan hún gefur þeim að sjúga, og það verður meira að segja að gerast í mesta flýti- Til matfanga fara þeir í hálfbirtunni kvölds og morgna, á dag- inn og á nóttunni liggja þeir altaf viðbúnir að flýja, ef hættu ber að höndum. Aðeins í ástafarinu eru þeir meira á kreiki. Heldur þykir það skoplegt að sjá til héra, þegar þeir eru á biðilsbuxunum. Eins og víðast annarsstaðar er það karl- dýrið, sem hefur bónorðið. Hann fer á flakk, og ef hann þá hittir einhverja, sem hann sér að muni taka blíðu hans, taka þau til að hoppa á afturlöppunum í hring og >kókettera« hvort við annað. Komi nú annar biðill þarna að, sem oft vill verða, blossar afbrýðisemin óðar upp; biðlarnir hoppa hver á móti öðrum og taka til að löðrunga hvor annan með fram- löppunum. A þessu gengur þangað til annarhvor fer sem sigurvegari af hólmi og vill nú fá ástarblíðu unnustunnar að sigurlaunum, en hún hefur þá máske ekki reynst trygglyndari en það, að hún er horfin á braut með nýjum biðli — eða jafnvel einhverjum kauðanum, sem fyrstur varð að flýja úr hildarleiknum. Það er talið, að ástin sé sterk meðal mannanna, að minsta kosti er því ótæpt lýst í öllum skáldverkum. Þó mun hún vera enn þá sterkari hjá hérunum. Veiðimaður einn segir t. d. frá því, að hann hafi skotið á héra og sært hann svo illa> áð ein löppin fór af honum. Hann er að eltast við hérann, sem auðvitað flýr í dauðans angist, eftir því sem kraftarnir leyfa, en mætir þá kvendýri á ástafari, og sjá! Hann sinnir þá engu nema henni. Sársaukinn og hræðslan urðu að víkja í einu vetfangi fyrir ástinni!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.