Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 9
7
hjer, eins og þær nú eru og hafa verið undanfarnar
aldir.“
Urn árangurinn af starfinu gjörði hann sjer þessar
vonir: „Það þarf engum getum um það að fara, að
út frá þessu veröur hægt, ef vel er á öllu haldið, að
draga marga lærdóma, er hljóta að koma þjóð vorri að
stóru gagni á komandi tímum. Það verður hægt að
benda á margt, er miður fer nú, og betur má hafa.
Auðvitað mætti strax finna menn íslenzka og útlenda,
er nú þegar hafa þá undirbúningsmenntun í húsabygg-
ingarfræðunum, að þeir gætu þcgar í stað gefið ýmsar
leiðbeiningar, er til bóta lúta, en sá vegur, sem jeg
hef bent á, mun happasælli til frambúðar".
Peningunum, sem fyrir hendi voru, var skipt í tvo
jafna staði; skyldu 1500 kr. ganga til árslauna Sigurði,
en 1500 kr. til alls annars kostnaðar eptir reikningi.
Sigurður stakk sjálfur upp á þessuui skiptum, og muuu
það vera mjög lág laun til mannvirkjafræðings með beztu
vitnisburðum.
Á góunni ferðaðist Sigurður um Árness- og Rang-
árvallasýsiur allvíða. Hann vildi sjá, hvernig islenzku
bæirnir færu með fólkið í mestu kuldunum og rakan-
um, og vera betur undirbúinn til samanburðarins á
ferð sinni erlendis. Jeg heyrði það á tali manna um
þær mundir, að þeir kviðu því, að „byggingafræðingur-
inn“ nýi mundi vilja umturna öllu og heimta þá húsa-
gjörð, sem landinu væri með öllu ókleif. Því fór mjög
fjarri. Hann kvað eigi upp úr með slíkt, — til þess var
hann of bygginn ogstilltur,—erhanngekkaðstarfisínu, og
skoðaði sig námsmann í þeim greinum, en nærri er
mjer að ætla af tali hans, að hann hafi getað búizt við
þeirri niðurstöðu, að gamla torfið yrði affarasælast mjög
víða til sveita. Honum þótti stórmerkilegt að spyrja