Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 94
92
áríðandi, að það sje gjört þannig, að trygging sje fyrir,
að það gjöri gagn og korai að góðum notum. Fyrst er
að ná vatninu og gjöra aðfærsluskurðinn, og þegar það
er gjört, þarf að gjöra flóðgarða á ýmsum stöðum, og
stíflugarða í síkin eða kílana, til þess að fá vatnið upp
á balana, svo not þess verði sem bezt. Bf þetta væri
gjört, og vatnið notað á hagkvæman hátt, mundi gras-
vöxtur á þessu svæði aldrei bregðast.
Frá Þingeyrum fór jeg norður Reykjabraut, um
Svínadal, yfir Blöndu á Finnstunguvaði og að Bólstaðar-
hlíð. Þar býr Ouðmundur Klemenzson, dugnaðar-bóndi
mikill, og sá hinn sami, er verðlaun fjekk af styrktar-
sjóði Kristjáns konungs IX. síðasta ár. Hann hefur
gjört miklar jarðabætur á jörð sinni, sljettað túnið,
aukið það framt að helming, og girt það allt. Síð-
asta sumar fjekk hann af því 600 hesta af töðu. Þar
er og íbúðarhús úr timbri, stórt og reisulegt.
7. dag ágústmán. hjelt jeg áfram ferðinni norður
yfir Yatnsskarð og ofan í Skagafjörð. Þar heimsótti
jeg fyrstu hjeraðshöfðingjana, þá Þorvald Arasen á
Víðimýri, formann búnaðarfjelags Seiluhrepps, og al-
þingismann ólaf Briem á Álfgeirsvöllum, formann bún-
aðarfjelags Lýtingsstaðahrepps. Jeg gisti að Ólafi Briem,
og daginn eptir, að jeg kom þar, fór hann með mjer
ásamt Þorvaidi Arasen niður um allan Vallhólm. Þá
var veður hið fegursta og þurrkur, og hagkvæmt um
að svipast. Hólmurinn er stórt svæði, allur flatur og
og einkar-vel fallinn til vatnsveitinga. Binstaka bænd-
ur þar hafa gjört smávaxnar tilraunir ineð áveitu og
hafa þær heppnazt vel. Gallinn á þessum tilraunum er
sá, að menn hafa of lítið vald yfir vatninu og ná því
ekki nema í vatnavöxtum. En þegar svo er ástatt,
geta vatnsveitingar aldrei orðið að fullurn notum. Hólm-