Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 153
151
að tennurnar hrökbva, og opt bíta þeir sjálfa sig til
stórskemmda. Þegar bitóðir hundar æða um allar sveit-
ir og bíta bæði menn og málleysingja, stafar af þeim
hinn mesti voði, enda geta þeir þá breitt þessa hrylli-
legu sýki víðs vegar út á mjög stuttum tíma. Af mátt-
leysi, sem kemur í hálsvöðvana, breytist smátt og smátt
rödd þeirra, verður hás, og opt má heyra í þeim ámát-
legt ýlfur, sem hvorki líkist gelti eða góli, en einhverju
þar á milli. Þegar æðið heíúr verið nokkra daga,
fer að draga af hundinum; krampaköstin verða tíðari
og máttleysið ágjörist. Hjá bitóðum hundum ber aldrei
á neinni hræðslu við vatn — sbr. „vatnsfælni" hjá
manninum — enda vaða þoir einatt yfir ár og læki og eru
þá sí-lepjandi, því að þorstinn er ákafur, en brátt fer svo,
að þeir geta alls eigi kingt, og rennur þá sífellt út úr
þeim slefan; neðri kjálkar og tunga lafa afllaus niður,
og geta þeir þá ekbi bitið lengur. Að lokum færist
máttleysið um allan kroppinn og deyja þeir vanalega
eptir 5—10 daga, frá því að fyrst sá á þeim.
Stundum hagar sýkin sjer svo, að hundurinn fær
engin æðiköst, en verður þegar máttlaus og deyr innan
2—3 daga; verður hann þá þegar ófær til að bíta og
því ekki eins hættulcgur, að því er útbreiðslu sýkinn-
ar snertir.
Á líkan hátt hagar sýki þessi sjer á öðrum dýr-
um, og gætir ætíð mest hinnar óstjórnlegu löngunar til
þess að ráðast á aðrar skepnur og bíta. Sem að lík-
indum ræður cru rándýrin skæðust, en jafnvol sauð-
kindin, sem þekkt er að því að vcra huglítil og mann-
fælin, ræðst á menn og vill bæði stanga þá og bíta.
Þar sem bitæði er landlægt, svo sem í Frakklandi
og Englandi, kemur það þráfahllega fyrir, að menn
sjeu bitnir og fái sýkina, og hagar hún sjer á þeim á