Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 89
87
drætti. í fyrra-vetur skrifaði jeg Magnúsi og spurði
hann nm, bvernig vjelin hefði reynzt. Hann svaraði
mjer með brjefi dags. 22. dag aprílmán., og skýrði
mjer frá reynslu sinni. Og fyrst jeg á annað borð er
að minnast á sláttuvjelar, þykir mjer vel við eiga, að
greina hjer, hvað Magnús segir um þetta efni. Hann
kemst þannig að orði:
„Fyrir vjelinni ganga tveir hestar. Sjeu hestarnir
orðnir vanir við að draga vjelina og sýni enga óþægð,
þá má eigi kalla hana þunga, nema því að eins, að
jarðvegurinn sje mjög gljúpur og blautur. Vjelin slær
bezt á óleirrunnum flæðiengjum með fremur gljúpum
mosakenndum jarðvegi, og hygg jeg, að hún muni á
þannig lagaðri jörð slá eins vel og sláttumcnn almennt
gjöra með ljá. Aptur á móti slær hún ver þar sem
þurrt er undir, og slær hún þá nálægt ] þuml. frá rót-
inni“.
„Jeg hef ekki reynt“, segir hann enn fremur, „að
slá með honni á túni, og tel jeg vafsamt, hvort gjör-
andi er að nota hana til þess, þegar tún eru einuugis
einslegin, en sjeu þau slegin tvisvar, cr án efa gott
að láta hana slá í fyrra sinn. Þar sem jarðvegur er
góður, slær vjelin á við 6—8 menn“.
Þessi roynsla Magnúsar er í flestu alveg samkvæm
skoðun minni, sem styðst við það, er jeg sá og reyndi
í Noregi, þá er jeg var þar. Þar eru sláttuvjelar not-
aðar mjög viða, og fer notkun þeirra vaxandi ár frá
ári. Einstakir menn eiga þar opt vjelarnar og slámeð
þeim hjá nágrönnum sínum fyrir ákveðna borgun, eða
þá að fleiri bændur eiga þær saman, líkt og Vatnsdæl-
ingar, og slær þá tíðast sami maðurinn mcð vjelinni
hjá öllum, sem í fjelaginu eru.
Áður en jeg fór úr Vatnsdalnum, skoðaði jeg og