Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 150
Í48
en hin, að menn sýkist gegnum sár, og er það að því
leyti heppilegra, sem þá er fremur auðið að veita sjúkl-
ingnum hjálp og bjarga lífi hans; margur hefur þó orð-
ið að láta lífið á þann hátt, enda þótt náðst hafi strax
í læknishjálp.
t»að er ástæða til að óttast miltisbrand optar, en
þegar hann hefur fyrst gjört vart við sig með því að
drepa fleiri eða færri af alidýrunum. Sóttkveykjan
getur víða vorið, og ef til vill þar sem menn sízt grun-
ar, einkum þegar vanræksla hefur verið sýnd í því, að
grafa niður miltisbrands-skrokka, því að þá getur hún bor-
izt víðs vegar með flugum, fuglum og á margan annan
hátt. — Það er ekki gott að segja, hve opt það er
miltisbrandur, sem almennt gengur undir nafninu ,blóð-
eitrun’, þegar fingur blæs upp eptir smáskurði eða rispu,
eða blástur kemur í andlitið, þegar rifnar ofan afbólu;
en þannig hagar sýkin sjer, þegar bakteríurnar eða
sporarnir komast í sár. En öllu öðru fremur stafar
hin mesta hætta af útlendum, ósútuðum húðum, því að
á meðal þeirra eru opt húðir af miltisbrandsskepnum.
Þ>ær eru eigi að eins hættulegar alidýrunum, heldur
beinlínis mönnum sjálfum; þeir, sem hafa skó úr siíku
leðri, ganga stöðugt í hættu, og fari svo, að kvenn-
maður, sem er að gjöra skó úr leðrinu, stingi sig á
nálinni, er ekkert vísara en að hún fái í sig rniltis-
brand og deyi af, ef strax er ekki við gjört.
Einna algengast mun það þó, að þeir menn fái
miltisbrand í sár, sem hirða veiku skepnurnar eða gjöra
þær til, enda er þess fjöldi dæma, og ættu þeir, sem
hafa ekki heilt hörund, alls ekki að hafa slíkverkmeð
höndum. Eu ef sá, sem er að sliku verki, sker sig
eða flumbrar, verður hann strax að þvo sárið rækilega
úr sápuvatni og karbólvatni, og hins sama er að gæta,