Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 134
132
líffæri það, sem þeir érú i, og valdið dauða skepuúnú-
ar, og það er auðvitað náttúrunnar gangur, því að ekki
verða bandormar úr sullunum, nema þeir sjeu jetnir af
því dýri, sem ormarnir þrífast í, og það verður eðlileg-
ast á þann hátt, að orma-fóstran jeti sulla-fóstruna dauða.
Þegar suliirnir eru komnir niður í maga ormafóstrunn-
ar, meltist sullahúsið, en höfuðið sakar ekki, og fara
þau sem leið iiggur aptur í þarmana og festa sig þar;
byrjar svo hringferðin á nýjan leik.
Eins og áður er á drepið, eru sjúkdómar þeir, er af
hverri bandormategund stafa, tvenns konar: bandorma-
veiki og sulla-veiki, og er hvortveggja veikin aldrei hjá
saina dýriuu eða dýrum sömu tegundar. Ekki má samt
skilja mál mitt svo, að sullaveik skepna geti ekki líka
haft í sjer bandorma, en þeir eru þá ávallt annarar
tegundar en sullirnir. Sullir eiga ekki nema nafnið
saman; af þeim eru auðvitað eins margar tegundir til
eins og af bandormum.
í alidýrunum liíir hinn mesti sægur bandorma af
ýmsum tegundum, en hjer skal að eins þeirra getið, sem
aunaðhvort valda ormaveiki eða sullaveiki hjá mönnum.
Af bandorma tegundum þeim, er liflr í þörmum
mannsins, eru tvær algengastar: tænia solium og tænia
mcdiocanellata, og munu þær þó fremur fátíðar hjer á
landi.
1. Tœnia solium getur orðið 5 — 6 álnir á lengd;
höfuðið á stærð við títuprjónshaus; liðirnir verða J/4
úr þuml. á breidd, en talsvert meira á lengdina. Egg-
in berast með saurnuiri frá manninum og verða að sull-
um, ef þau komast ofan í svín. Sullirnir (Svinotinten)
eru mjög smáir, á stærð við matbaun, og hafa aðsetur
sitt einkum í hjarta og tunguvöðvum svínsins. Jeti