Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 119
117
Um grannteiknmguna (nr. 1) er ekbi þörf á að
segja annað en það, að hún sýnir, hvernig húsinu er
skipt uppi og niðri og í kjallaranum, og hvernig glugg-
unum og dyrunum er hagað í öllu húsinu. Á efsta
lopti hússins koma tveir gluggar í staðinn fyrir tvær
útidyr.
Áætlunin um timburhúsbygginguna (nr. 2) bermeð
sjer, að húsið á ekki að vera neitt hrákasmíði, heldur
er lagt til þess þannig, að það geti talizt vandað timb-
urhús, eptir því sem hjer gjörist. Þó er verðið á
timbrinu í húsið, miðað við verð það, sem gjörist á
hinum ljelega húsavið, sem hjer er notaður til bygginga,
Á teikningunni sjest ekki, að gjöra þurfi ráð fyrir nema
12 innanhúsdyrum, en í áætluninni eru taldar 14 inn-
anhússdyr; stafar það af því, að tvær af þessum hurð-
um eiga að vera vængjahurðir eða tvístæðar.
Áætluniu (nr. 3) er útdráttur úr áætluninni, sem
næst á undan er getið um það, sern á jafnt heima í
steinhúsi eins og í timburhúsi, auðvitað með nauðsyn-
legum breytingum. Fleiri liðir í þessari áætlun eru
jafnir liðunum i áætluninni um timburhús, og hef jeg
auðbennt þá töluliði í þessari áætlun (nr. 3) með ská-
letri, sem jafnir eru '.eða því nær jafnir, til glöggara
yfirlits fyrir lesandann.
Áætlunin um tiglsteinshúsið (nr. 4) ber einnig
með sjer, að gjört er hjer ráð fyrir vönduðu húsi, án
þess þó að það sje skreytt með öðru en sljettri fágun
utan og innan og listum (Gosims) með fram þakbrúnun-
um á báðum hliðurn, þó ekki sje þeirra sjerstaklega
getið í áætluninni. Veggirnir verða þó að mun ásjá-
lcgri, en veggir lagðir þakjárni.
Veggjaþykktin er áætluð samkæmt því, sem gjörist
í öðrum löndum; er gjört ráð fyrir að útveggir sjeu