Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 56
54
nokkurstaðar hinn minnsta fjárkláðavott, og síðan hcf-
ur nyrðra Bcrgenhúsamt verið aiveg laust við fjárkláða.
Fyrir norðan nyrðra Bergcnhúsamt er Raumsdalsamt
(127,663 íbúar). Þ>ar höfðu einnig verið gjörðar ýms-
ar ráðstafanir gegn fjárkláðanum og varið til þess of
fjár. Par hafði aðferðin verið sú, að amtsdýralæknir-
inn hafði ferðazt um aratið, og skipað fyrir um lækn-
ing á kláðafje. Fjáreigendur fjengu úthlutuð baðlyf,
og áttu svo að baða sjálfir, en nú reyndist svo, að
baðanir fjáreiganda dugðu eigi til að upp ræta fjár-
kláðann; fjáreigendum var svo kennt um og voru þeir
látnir sæta sektum. Þetta leiddi til þess, að bændur
leyndu fjárkláðanum, eins og inögulegt var. Um tíma
var fjárkláðanum leynt svo, að hann var talinn upp-
rættur í Raumsdalsamti. Yfirvöldin lögðu árar í bát, og
svo mynduðu menn sjer þá skoðuu, að fjárkláðinn væri
sjúkdómur, sem lægi í landi, og að það væri allsendis
ómögulegt að upp ræta hann,
Þegar fjárkláðanum var út rýmt í nyrðra Bergen-
húsamti, þá vildi amtsráðið ekki eiga það á hættu, að
fá sóttnæmið frá Raumdalsamti. Fyrir því var ákveð-
ið, að skora á amtmanninn í Raumsdalsamti, að láta
skoða fje amtsbúa, og ef þar kæmi fyrir fjárkláði, þá
að gjöra ráðstafanir til útrýmingar honum, helzt sam-
kvæmt leiðbeiningum frá mjer.
Jeg var því næst ráðinn til þcss, að standa fyrir
útrýming fjárkláðans í Raumsdalsamti, og byrjaði jeg
þar starf mitt 9. okt. 1887. Jog rannsakaði svo sauð-
fje um veturinn, og kom það þá í Ijós, að það var svo
langt frá, að fjárkláðinn væri upp rættur eða lítill í
amtinu, að jeg fann liann í 17 hjeruðum, og sumstað-
ar var fjárkláðinn mikill. Að öðru Ieyti urðu ráðstaf-
anirnar mjög ófullnægjandi þennan vetur. Skoðunar-