Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 19
17
allur fjöldinn hefur ekki vit á smjöri og kann ekki að
meta það eptir gæðum. Af þessu leiðir og hefur leitt,
að lítið er um vel verkað smjör, og að verð á smjöri
almonnt er lágt. Flestir kjósa því fremur ódýrara
smjörið, enda þótt það sje miður vel verkað en hitt,
sem er betra en dýrara. Almennt verð á smjöri hjer
nú eru 50—60 aurar fyrir pundið. Einstaka menn fá
70—80 aura, en nokkrir eru líka þeir, er verða að
láta sjer nægja að fá 40—45 aura fyrir pundið. Peg-
ar þetta er athugað, virðist auðsætt, að hjer á landi
muni erfitt að útvega viðunanlegan markað fyrir vel
verkað smjör, að iuinnsta kosti fyrst um sinn. En
þegar fólkinu fjölgar og iðnaður kemur upp í landinu,
getur orðið breyting á þessu.
Með aukinni smjörframleiðslu og vaxandi þekkingu
á meðferð þess og tilbúningi hlýtur að reka að því, að
leita verður að markaði fyrir smjörið erlendis. En
hvert á þá að leita? Eins og nú er ástatt, mun, þegar
allt er athugað, hyggilegast, að snúa sjer til Eng-
lands og, ef til vill, að einhverjn leyti til Kaupmanna-
hafnar í þessu efni. Hin fyrsta tilraun er þegar gjörð,
og verður þess síðar minnzt. Nú verður að halda á-
í’ram þessum tilraunum, að senda smjör út til sölu, en
gæta verður þess vel um leið, að fara varlega, svo
að vjer ekki skemmum fyrir oss. En áður en rætt verð-
ur um smjörmarkaðinn í Englandi o. s. frv., vil jeg
með fáum orðum minnast á hin helztu skilyrði fyrir,
að sala á smjöri til útlanda geti átt sjer stað og
þriíizt.
1. Smjörverhunin. Eins og gefur að skilja, þá
hefur það afarmikla þýðingu, að smjörið sje vel verk-
að, og þess verður alvarlega að gæta, að senda að eins
það smjör, sem er gott og vel verkað. íslenzkt smjör
2