Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 164
162
af unglömbum, og Rómvcrjar töldu geitakjöt óhollt.
Forfeður vorir notuðn hrossakjöt til manneldis og
smakkaðist vel, en svo bannaði kirkjan það, og fjengu
menn þá brátt svo megna óbeit á hrossakjöti, að marg-
ur landinn Ijet fyr lífið, en hann iegði sjer hrossakjöt
til munns. Á fj'rri öldum, er hallærí gengu, hefur bann
þetta kostað mörg mannslíf, og enn í dag kostar það
landið efalaust mörg þús. króna árlega; en sem betur
fer er hugsunarháttur manna í þessu efni nú óðum að
breytast.
Pað er auðvitað, að mikill munur er á því, hve
bragðgott og auðmelt kjötið cr af hinum ýmsu dýrum,
en yfir höfuð má fullyrða það, að óbætt er að borða
kjötið af öllum æðri dýruuum, sje það ekki skemmt á
einn eða annan liátt. Þeir munu fáir hjor á landi, er
smakkað hafa hundakjöt, enda talið óætt af flestum.
Peirrar trúar eru þó ekki Suður-Þjóðverjar og ítalir;
þeir gjöra sjer mat úr hundunum.
Skemmt kjöt, af hvaða skepnum sem er, getur apt-
ur á móti verið afar-hættulegt að borða, og hefur opt
af því hlotizt mikið mein. — Kjötið getur skemmzt eða
eitrazt á margan hátt. Sjeu í því sóttkveykjur, sem
lifað geta í mönnum og sýkt þá, eins og t. a. m. miltis-
brands bakteríur, berkla bakteríur, tríkínur o. íi., getur
það verið hættulegt til manneldis, eins og áður er á
drepið. Enn fremur gctur kjöt af sóttveikum dýrum
yfir höfuð verið skaðlegt mönnum, jafnvel þótt sótt-
kveykjan, sem sýkinni hefur valdið, geti ckki beinlínis
sýkt menn; kjötið getur þá verið eitrað af efnum þeim,
sem sóttkveykjan hefur búið til í kroppi hinnar sjúku
skepnu. Sama er að segja um kjöt af dýrum, sem dá-
ið hafa af eitri (arsenilc, strylcnin o. Ji). Loks getur
eitur myndazt í kjötinu, eptir að skepnan er dauð, við