Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 120
118
stroknir að innan með asvalti, l>á sljettaðir með kalk-
húð, og síðan vel fágaðir undir litun. Á sama
hátt eiga allir skilveggir að vera fágaðir (án asvalts)
og reykháfarnir. Utan húss er gjört ráð fyrir að vegg-
ir og gaflar sjeu með cementshúð og fágaðir; var þessi
cementshúð þegar tekin upp í áætlunina, þó steinsmið-
unum kæmi saman um, að ekki bæri brýna nauðsyn
til að fága húsið að utan, fyr en eptir eitt eða fleiri
ár, eptir því hvernig steinninn reyndist. Og reyndist
steinninn í þessu loptslagi, þar sem hann er tilbúinn,
þeim mun betur en útlendur tiglsteinn, sem loptslagíð
hjer er kaldara og vindasamara en víða annarstaðar, þá
væri alls ekki ólíklegt, að komast mætti jafnvel af með
að hafa tigisteinshús hjer án cementshúðar, eins og til
dæmis í Noregi. En því meiri líkur eru til að svo fari,
sem tiglsteinn þolir venjulega bezt veðurátt þess lands,
sem leirinn er tekinn úr.
Ef reynslan sýndi, að komast mætti hjá þcssari
cementshúð utanhúss, þá mundi það færa húsagjörðar-
kostnaðinn niður, sem hjer segir:
Cement og kalk (sjá áætlun nr. 4 1. 11) . . kr. 164,00
50 tunnur af sandi..........................— 12,50
Vinnulaun fyrir að fága húsið utan samkv.
lið nr. 18..................................— 197,20
Samtals: kr. 373,70
Eins og steinsmiðirnir hafa sjálfir athugað á áætl-
uninni, hafa þeir áætlað vinnulaunin ríflega há; mundi
því mega búast við, að þau yrðu heldur lægri en hærri,
þegar menn væru orðnir vanir þessari húsagjörð.
Að því er aðra liði í áætlun steinsmiðanna sncrtir,
vil jeg geta þess, að kalkið mundi kosta minna, en
áætlað er; ef það væri flutt að í stærra mæli, en nú
gjörist; treysti jeg mjer til að útvega ágætt steinkalk