Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 20
18
hefur haft og hefur enn orð á sjer fyrir að vera mið-
ur vandað, og þótt smjörverkunin kunni að hafa batn-
að eitthvað lítið, þá er langt frá, að hún sje svo góð,
sein vera ætti. Hingað til hefur smjörgjörðin farið
fram á hverju heimili, en meðan svo er, getur hún varla
nokkru sinni orðið í góðu lagi. Þetta er svo afareðli-
legt, að hvert barnið getur skilið það, enda bendir
reynsla annara þjóða á hið sama. Það, sem einkum
og sjer í lagi veldur því, að smjörverkunin á þennan
hátt hlýtur ætíð að verða misjöfn og yfir höfuð lakleg,
er fyrst og fremst vankunnátta í meðferð injólkur og
s. frv. (sbr. „Fjallk.u XVII., 6. 1900). Einnig má telja
það, að húsakynni eru víða ljeleg og ófullnægjandi,
vöntun á þrifnaði og margt fleira. Til þess að smjör-
gjörðin geti farið í lagi, þurfa enn fremur ýms áhöld,
sem almennt eru ekki til á heimilum. Og þó sum
þeirra kosti eigi stórfje, þá dregur það sig sarnan, enda
er reynslan sú, að það verður í undandrætti, að afla
sjer þessara áhalda. Vönduð smjörgjörð krefur góðra
húsakynna, og betri en þau gjörast almennt á bæjum.
Ef vel á að fara, þarf alveg sjerstakt hús eða skála
fyrir mjólkina. Enn fremur útheimtir fullkomin smjör-
gjörð meiri vinnu, en varið er til hennar almennt á
heimilum, og yfir höfuð hlýtur kostnaðurinn að verða að
mun meiri við smjörverkunina fyrir hvert einstakt
heimili, ef hún á að vera í góðu lagi, en nú á sjer
stað. Það er því víst, að smjörverkunin hlýtur ávallt
að verða meira eða minna ófullkomin og misjöfn með
því fyrirkomulagi, sem nú er. En þetta eiga svo
margir bágt með að skilja, og ætla, að smjörgjörð sje
auðlærð, og að enga sjerlega kunnáttu, eða þá mjög
litla, þurfi til þess, að búa til gott smjör. En þetta er