Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 123
121
Timburhús, þó járnklædd sjeu, þurfa meira og minna
árlegs viðhalds við, jafnvel fyrstu árin, og fer ending
þeirra auðvitað eptir því, hve miklu er varið til við-
halds þeirra árlega. Vel má gjöra ráð fyrir, að ef ekki
er meira varið til viðhalds timburhúss en steinhúss, þá
sjeu timburhúsin að jafnaði úr sögunni eptir 50 ár,
mörg auðvitað miklu fyrri, þó að þau sjeu járnþökt.
Og engu síður er það erfiðleikum bundið, að geta
staðhæft, hvað tiglsteinshús hjer geta staðið lengi; fyr-
ir því vantar næga reynslu, en ekki ætti að vera of
mikið í lagt, þó áætlað væri, að tiglsteinshús hjer, úr
innlendum tiglsteini, með cementshúð að utan, gætu
staðið eins lengi og tiglsteinshús erlendis standa, sem
éíclci eru strokin utan með cemcnti. Jeg vil þá taka
nokkur dæmi um aldur tiglsteinshúsa í Kaupmannahöfn.
Garður (Regentsen) var reistur úr tiglsteini árið
1623, það hús er þá 277 ára, hefur enga cementshúð
og er vel stæðilegt enn þá. Rosenborgarhöll var reist
úr sama efni árið 1610 og er þannig 290 ára.
Kaupm&nnasamkunduhúsið var reist úr tiglsteini
án cementshúðar árið 1619 og er þá 281 árs, stæðilegt
hús enn þá. Ráðhúsið í Rípum í Danmörku er reist
á 15. öld og dómkirkjan þar reist árið 1160 eða er
740 ára gömul; hefur hún þó orðið fyrir áföllum af
eldsvoða hvað eptir annað.
Menn kunna að segja, að hjer sje ólíku loptslagi
saman að jafna, og vil jeg því nefna aldur nokkurra
húsa í öðru landi, þar sem engu síður er rigningasamt
en hjer, en það er Skotlaud. í Bdinborg er Holyrood
reist um 1450 úr tiglsteini, þannig um 450 ára görnul;
St. Giliskirkja er reist á 15. öld, en húð sett á hana
eða fyllt í milli steina 1883.