Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 103
101
Þá heimsóttum við sómabóndann og fyrirmyndar-
báhöldinn Jbn Shúlason á Söndum. Jóni voru veitt
verðlaun af styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. árið
1893 fyrir framúrskarandi dugnað í búnaði, og er
skýrsla um framkvæmdir hans prentuð í „Búnaðarrit-
inu11 8. árg., 1894. Hann tók mjög vel á móti okkur,
og sýndi mjer um allt þar heima við; komum við þar
í öll hús, stór og smá, og skoðuðum þau. Flest eru fjárhúsin
þannig gjörð, að breidd tóptarinnar er lengd hvers ein-
staks húss, eða með öðrum orðum, að garðarnir (jöt-
urnar) eru þvert yfir aðaihúsið. í flestum húsunum
voru 3 garðar og 6 krær, og optast dyr inn í hverja
kró. í hverju húsi voru vatnsþrór festar á milligerð-
irnar, til þess að geta vatnað fjenu inni í slæmu veðri.
Yfir höfuð hef jeg hvergi sjeð jafn-snotra og vandaða
umgengni eins og á Söndum. Það er athugavert, að
hvert og á hvað litið er, alstaðar kemur í ljós sama
reglusemin og myndarskapurinn. Það er ekki svo mik-
ið, að þar sjáist steinvala eða torfusnepill á glámbekk.
Hvað eina er á sínum stað, og eigi verður annars vart,
en að allir hlutir sjeu í föstum skorðum, þar sem þeim
er ætlað að vera.
Bímaifarfjelöcj eru í flestum hreppum þeirra sýslna,
er jeg fór um. Samkvæmt „Landhagsskýrslunum“ árið
1898, hinum síðustu, er prentaðar eru, voru í Húna-
vatnssýslu 13 búnaðarfjclög með 227 fjelagsmönnum.
Samanlögð dagsverkatala jarðabóta það ár er 6602 dags-
verk. Helztu jarðabæturnar þetta ár eru: túnasljettur
52,746 □ faðmar, varnarskurðir 1215 faðmar, flóðgarð-
ar og stíflugarðar 1222 faðmar, vatnsveitingaskurðir
2275 faðmar og s. fr. v. í Skagafjarðarsýslu voru sama
ár 9 búnaðarfjelög með 143 fjelagsmönnum. Saman-
lögð dagsverkatala jarðabóta var 3836 dagsverk. Helztu