Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 132
130
þeirra má skipta í fernt, og er fyrsta skeiðið egg, anil-
að ungi, þriðja sullur og fjórða bandormur, og er hvert
skeiðið öðru svo ólíkt, að menn til skamms tima kugðu
ekkert samband þar á milli vera. Að minnsta kosti
datt mönnum ekki í hug, að sullir og bandormar væru
að nokkru skyldir, og villti það einkum sjónir manna,
að sullirnir koma aldrei fyrir í sama dýrinu eða sömu
tegund dýra, sem bandormurinn liflr í. — Bandormarn-
ir eru þannig gjörðir, að þeim er ekki iífvænt öðruvísi
cn af sníkjum, og lifa þeir eingöngu í þörmum hrygg-
dýranna; þeir eru flatir og með mörgum liðum, og cru
öptustu liðirnir stærstir, en minnka eptir því sem fram-
ar dregur. Hver liður er sjálfstætt. dýr að öðru loyti
en því, að það lifir áfast hinum, og væri í rauninni
rjettara að kalla hcildina „ormaband“ en bandorm.
Fremsti liðurinn er ólíkur öllum hinum og er hann
kallaður „höfuð“, cnda er hann merkilegastur þeirra
allra, og þá einkum fyrir það tvennt, að hann er orma-
keðjunni nokkurs konar stjóri og móðir allra liðanna,
Framan á „höfðinu“ eru sem sje sogskálar og krókar,
sem það fest.ir sig með i slimhúð garnanna, en allir hin-
ir liðirnir leika á lausum hala aptan í því. Bptir höfð-
inu dansa liðirnir; ef höfuðið sleppir taki sinu, berst
það aptur eptir þörmunum og út, og fylgir því þá öll
halaróan. Ekki er hitt starf „böfuðsins“ síður merki-
legt, að geta af sjer alla liðina; verður það á þann
hátt, að „höfuðið“ lengist nokkuð aptur á við og skipt-
ist i tvennt; myndast þannig nýr liður og byrjar höf-
uðið svo á nýjan leik; næsti liður höfðinu er því ávallt
yngstur, en hinn aptasti elztur. Liðirnir eru höfðinu
fremri að því leyti, að í þeiin myndast egg kyninu til
viðhalds, en ekki hafa þeir fremur en höfuðin neinn
munu nje maga eður önnur inuýíii; fæðu sína taka þeir