Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 23
21
1896 1897 1898 1899
Nýja-Zeel. 56,370 76,522 69,949 111,639
Kanada 88,357 109,402 156,865 250,083
Bandaríkj. 141,553 154,196 66,712 159,137
Öðrum lönd L 226,287 272,311 269,585 262,331
Samtals E !,037,718 3,217,801 3,209,093 3,389,851
Það rná sjá af þessari töfLu meðal annars, að flutn-
ingur á smjöri til Englands eykst árlega, og aldrei
hefur hann verið meiri en síðasta árið, er taflan nær
yfir. En þrátt fyrir það þá hefur verð á smjöri ekki
um langan tíma verið hærra en einmitt það ár. Mest
hcfur smjörflutningurinn aukizt frá Ástralíu og Ameríku.
Frá Danmörk hefur einnig innflutningur til Englands
vaxið og eykst árlega, enda flytja Danir meira smjör
þangað en nokkur önnur þjóð. Af því smjöri, sem
flyzt til Englands, eru 45°/0 frá Danmörk, 7,1 °/0 frá
Ástralíu og 7°/0 frá Ameríku („ Tidskrift for Land-
ölconomia 1899). Frá Danmörk einni hefur verið flutt
smjör til Englands.
Árið 1897 lSS'/g milíon pund.
----- 1898 148 -—
----- 1899 145 -—
Meðalvorð á dönsku smjöri í Englandi 1898 var
89 aurar pundið, og 1899 96 aurar. Smjörið seldist
bezt 3 síðustu mánuði ársins, og komst þá verðið 1899
upp í kr. 1,05 pundið. Það ár fjengu hluthafar mjólk-
urbús eins á Sjálandi 8 aura fyrir hvorn nýmjólkur-
pott, að frádregnum öllum kostnaði. Sama ár gátu
nokkur mjólkurbú á Jðtlandi borgað fjelagsmönnum
sínum 9 aura fyrir nýmjólkurpottinn afgangs öllum
kostnaði, og er það töluvert hærra vcrð, en menn fá
vanalega fyrir mjólldna (“ Tidskrift for Landölconomiu
1900).