Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 100
98
en ástæður hans leyfðu honum ekki að haí'a eptirlit
með verkinu, enda hafði verkstjóri verið ráðinn til að
standa fyrir því.
Það, sem nú liggur næst að gjöra, ef nokkuð
cr að hafzt, er að hlaða fyrir ána, og veita henni í far-
veg, sem hún áður hofur runnið í niður í Eyjafjarðar-
á. Kostnaöinn við það hef jeg áætlað um 1400 kr.
Jafnframt því að skoða þessar ár, fórjeg yfir Stað-
arbyggðarinýrar, en hafði því miður eigi tækifæri til að
skoða þær nákvæmlega. Þessar mýrar hafa opt verið
nefndar í sambandi. við jarðabætur þær, er þar voru
gjörðar á árunum 1878—1880. Jarðabætur þessar eru
aðallega í því fólgnar, að gjörðir hafa verið tveir stórir
skurðir, aðfærsluskurður og aífærsluskurður og 3 stór-
kostlegir íióðgarðar. Sagt er, að þessar jarðabætur hafi
kostað um 9000 kr., og leynir það sjer ekki, er betur
er að gáð, að þær hafa orðið ærið kostnaðarsamar, og
enda miklu dýrari, en búast mætti við. Það hefur
ýmislegt verið sagt um þessar jarðabætur, og sumt of
misjafnt, eins og gengur. Viðhaldið á þeim hefur einnig
verið laklegt, svo laklegt, að þær gjöra nú lítið gagn
og horfa til engra nota, eins og nú er komið. Flóð-
garðarnir hafa verið gjörðir of háir og brattir í byrjun.
Vatni hafði verið hleypt á þá nýja, og hefur það flýtt
fyrir eyðingu þeirra. Hefði viðhaldið á jarðabótunum
átt að vera fullnægjandi, hlyti það að hafa kostað ærið
fje, og óvíst mjög, hvort menn hefðu þar rönd við reist.
En eins og nú horfir, tel jeg það barnaskap næst, að
leggja fram fje til að endurbæta þær með því fyrir-
komulagi, sem á þeiin er, eða verið haft í byrjun.
Sá tími mun koma fyr eða síðar, að ráðizt verður
í að endurbæta Staðarbyggðarmýrarnar að nýju. Jeg
efast ekki um, að það verði gjört nokkuð á annan hátt en