Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 53
51
útrýming fjárkláðans. Þær tóku að sjer, að ábyrgjast
öll útgjöld, þangað til amtsráðíð kæmi saman næsta
sumar. Málið var svo borið upp á næsta fundi amts-
ráðsins, og þar urðu þau úrslit þess, að amtsráðið veitti
fullkomið sainþykki til alls þess, er amtmaður hafði
gjört.
Eins og að líkindum ræðnr, gjörði jog allt, sem í
inínu valdi stóð, til þess að ráðstafanir amtmannsins
hefðu heppilegan árangur, enda varð mjer svo vel á-
gengt, að fjárkláðanum varð út rýmt mcð öllu í Staf-
angursamti um veturinn. Yeturinu 1877— 78 fór jeg
um amtið og fannst þá engin kláðakind í því, og hefur
amtið síðan verið laust við fjárkláða.
Eins og áður er getið, fjekk dýralæknirinn í syðra
Bergenhúsamti leiðbeiningar hjá mjer, að því er snert-
ir kláðalækningar. Meðan jeg var í Stafangursamti vann
hann að útrýming fjárkláðans í sínu amti. Að vísu
gekk þetta erfitt, af því að fjárkláðamálið heyrði undir
sveitarstjórnirnar, en eptir að jeg kom aptur frá Staf-
angursamti, veitti jeg honum nokkra aðstoð, og loks
heppnaðist dýralækninum að upp ræta fjárkláðann í
syðra Bergenhúsamti árið 1880.
Hið næsta amt, sem tók fyrir útrýmingu fjárkláð-
ans, var nyrðra Bergenliúsamt (87,839) íbúar). Ríkis-
búfræðingur Konow benti amtsráðinu á lækningaaðferð-
ina. Það leiddi til þess, að jeg var ráðinn til þess, að
standa fyrir útrýmingu fjárkláðans þar árið 1883. Jeg
byrjaði starf mitt um haustið, 11. nóvember 1883. M,jer
til aðstoðar hafði jeg jafnaðarlega kláðalækna, og ljet
jeg þá skoða sauðfje, þar sem mest líkindi voru til að
fjárkláði væri, en sjálfur skoðaði jeg, þar sem mest
hætta var á, að kláðinn kynni að leynast. Enn frem-
ur áttu skoðunarmenn að skoða sauðfjeð uin vetur-
4*