Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 151
149
ef blóð eða aðrir vökvar slettast á hann einhvers stað-
ar. En fari svo, að einhver fái miltisbrand í fingur eða
annarstaðar, skal þegar leita læknishjálpar; Dáist ekki
innan skamms til læknis, er gott að skera skurði í
meinið eða bólguna og baða sárið vel úr karbólvatni;
hafa skal höndina hreifingarlausa og helzt í fatla.
Þriðji sýkiugarmátinn, að menn andi að sjer sótt-
kveykjuDni í ryki, er freraur óalgengur, en kemur þó
allopt fyrir, einkuin í hár- og ullarverksmiðjum, þegar
hárið hefur verið svikið með því, að blanda saman við
það hári af miltisbrandsskepnum. Það gctur og allt
af komið fyrir, þegar slíkthár er notað í úttroðning
eða á annan hátt.
Bitæði (rcibies). Sýki þessi er venjulegast kölluð
hundaæði, af því að hún er lang-tíðust hjá hundum, en
hún getur þó sýkt fjölda annarra dýratogunda, öll ali-
dýrin og manninn með. Bitæðið er talið einhver hinn
voðalegasti sjúkdómur, er menn fá af dýrum, enda eru
kvalirnar óviðjafnanlegar og dauðinn vís, ef ekkert er
að gjört í tírna. Sýki þessa hafa menn þekkt frá alda-
öðli og vitað það, að menn fjengu hana, ef þeir voru
bitnir af bitóðum hundum, en um það, hvernig hund-
arnir sýktust, voru hugmyndir manna lengi vel mjög
óljósar. Flestir hugðu sýkina „myndast“ í hundunum,
og töldu aðalorsakirnar meðal annars ákafan hita og
megnan þorsta, enda bar mest á veikinni í hiturn á
sumrin; heitasti kafli sumarsins var því nefndur „hunda-
dagar“. — Nú vita menn það fyrir víst, að enginn
hundur, eða nokkur önnur skepna, fær veikina,
nema því að eins, að hann hafi verið bitinn af aun-
arri bitóðri skepnu eða fengið í sig eitrið úr henni á
annan hátt. Á því leikur enginn efi, að veikin er næm
og að sóttkveykjan berst í bitsárið með munnvatniuu.