Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 97
95
hefur nógu lengi hvílt sig. Pað hlýtur að vístt
að kosta mjög mikið, að þurrka mýrar þessar svo, að
heyskapur verði stundaður á þeim; en það er þó vinn-
andi verk, og enginn eíi á, að það svarar kostnaði.
Það getur verið, að mörgum þyki ófýsilegt, að vinna
að framskurði á jafnblautlendri jörð, sem mýrar þess-
ar eru. Bn þótt Staðar- og Víkur-mýrar sjeu votlcndar,
þá er þó Flóðakelda í Safamýri og Ölfusforirnar enn
þá blautari, og hefur þó verið unnið að skurðagjörð á
báðum þeim stöðum. í Flóðakeldu hefur verið unnið
að framskurði síðustu tvö sumur, og er það ýkjulaust,
að á sumum stöðum þar hafa menu staðið í mitti niðri
í leðju og vatni við verkið, og ekki verið þurr þráður
á þeim að kveldi. Og þetta hafa menn orðið að ieggja
á sig dag eptir dag, og ekld möglað. í Staðar- og Vík-
urmýrar þarf, til að byrja mcð einn aðalafíærsluskurð
utan úr Miklavatni og fram með Langholtinu suður
undir Glaumbæ. Þessi slcurður þyrfti sjálfsagt að vera
12—15 fet á breidd að ofan. Eigi verður sagt um það,
hversu langur skurðurinn mundi verða, eða hvað það
mundi kosta að gjöra hann; en það er nauðsynlegt, að
það væri mælt og athugað.
1 Skagafirðinum heimsótti jeg, auk þeirra, er áður
hafa verið nefndir, þá merkisbændurna Pálma Pjeturs-
son á Sjávarborg, Sigurd' Jónsson á Reynistað, Albert
Kristjánsson á Páfastöðum, prestinu sjera Björn Jóns-
son á Miklabæ, Rögnvald Bjarnason á Rjettarholti, Gísla
Þorlálcsson á Frostastöðum o. íi. Gísli hefur búið lengi
rausnarbúi á Frostastöðum, og er einn af stærstu
bændunum í öllum Skagaíirði. Annars má svo að orði
kveða, að búskapur Skagfirðinga sje frernur í góðu lagi,
eptir því sem nú gjörist, enda er hjeraðið fagurt og
björgulegt. Tún eru þar víða góð og mikil, og hafa