Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 263
261
arinnar um 1000 kr. minni en áætlað var. Við þessu var
búist í umræðunum á búnaðarþinginu 1899, af ástæðum,
sem framan eru greindar, og í annan stað mætti telja hjer
til þær fullar 500 kr., sem varið hefur verið til gróðrar-
tilrauna í Reykjavik frain j'fir fjeð, sem veitt var á fjárlög-
unum.
Um meginið af styrkveitingunum er það að segja, að þær
voru bundnar við borð af búnaðarþinginu 1899 og uægir
því að vísa til reikningsins.
Utanfararstyrkur var, samkvæmt umræðum á fundi
Búnaðarfjelags Suðuramtsins 1899, veittur einum manni til
Noregs, búfræðingi Jóni Jónatanssyni, var einkum tilskilið
við hann, að hann legði stund á landmælingar, og er hann
sendi eigi skilríki fyrir því, var síðari lielmingur styrksins
eigi útborgaður. Vera hans í Noregi virðist liafa borið
góðan ávöxt, svo að ætla má að vel sje varið þessari sár-
litlu uppörvuu til haus, einum 100 kr.
Um framræslu í Sandvíkurhreppi liggur fyrir prentuð
skýrsla annars ráðanautarins, Sigurðar búfræðings Sigurðs-
sonar. Búnaðarfjelagi Mosfellssveitar og Kjalarneshrepps
haíði og verið heitið, á fundi 17. apríl, styrk til vatnsveit-
iuga á Kjalarnesi, allt að 120 kr., en sá styrkur var eigi
notaður á árinu.
Nú í ár mun verða meira sótt eptir slíkum styrkveit-
ingum að því skapi sem fleiri búnaðarfjelög gauga inn í
Búnaðarfjelag íslauds, sem nú er á góðum vegi, einkum
eptir að þau liafa fengið meðlagt boðsbrjef [fylgiskjal AJ,
sem sent var til þeirra f vor.
Af öðrum framkvæmdum má vísa til gjaldliðarins yfir
ferðakostnað búfræðinganna; nema þar mestu ferðir ráða-
nautanna um Norður- og Austuramtið til að kynnast bún-
aðarástandinu og útbreiða meðal almennings þekkingu á
Búnaðarfjelaginu. í sambandi við ferðir Einars Helga-
sonar, í tilefni af kartöplusýkinni, haustið 1899, mætti geta
þess, að fjelagið lánaði í bili, veturinn 1900, allmikið fje til
útsæðiskaupa frá útlöndum, sem endurgreitt var samsumars