Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 121
119
að jafnaði fyrir 12 krónur tunnuna, söniu þyngd, ef
farið væri að nota kalk meir en nú gjörist til húsagjörð-
ar; mundi þá sá liður (Nr. 4) lækka um 98
krónur. Og ef menn, þó ekki væri nema að eins hjer í
Reylcjavílc, byggðu öll hús sín úr tiglsteini frá kjall-
ara, mundi söluverð steinsins geta færzt niður, t. d. um
100 krónur á hverju húsi jafnstóru og áætlanir þessar
gjöra ráð fyrir. Það er því auðsætt, að þó það væri
ekki nema Reykjavíkurbær einn, sem notaði tiglstein-
inn almennt til húsagjörða, þá lækkaði verðið á húsi
eins og þessu um hjer um bil 200 krónur, þó ekki sje
gjört ráð fyrir, að komast megi hjá cementshúð utan-
húss, nje að vinnulaunin reynist lægri en þau ern á-
ætluð hjer. Mismunur á áætlunum timburhúss og stein-
húss á þessari stærð yrði þá um 544 kr.; yrði timbur-
húsið þá að eins °/o ódýrara en steinhúsið.
Og þá er ótalið, að mörgum, er reisir hús, sjerstak-
lega alþýðumönnum, yrði ódýrara að kaupa steininn á
verksmiðjustaðnum, og viuna sjer þannig inn 10 krón-
ur á hverju þúsundi, sem þeir gætu flutt á veturna, og
þannig komizt hjá að leggja út um 400 krónur af and-
virði stcins í hús eins og hjer er áætlað. Það segir
sig sjálft, að gjöra mætti múrsteinshúsin cnn þá varan-
legri með því, að nota járnbita, einkum næst kjallar-
anum, í stað trjebita og járnglugga; eru járnbitar,
ótrúlega litlu dýrari en trjebitar, sem hafa sama
burðarþol, en því miður hef jeg ekki við höndina
tæki til þess, að gcta sýnt með tölum verðmun-
inn, enda er verð á járni rnjög svo reikult, og því mik-
ið undir því komið, að geta keypt það á rjettum tíma.
Járngluggar munu ekki vera dýrari en trjeglugg-
ar, svo teijandi sje, einkum síðan farið var að smíða
þá hjer, en ekki er óliklegt, að menn muni kunna bet-