Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 90
88
mældi hið svo nefnda Vatnsdalsflóð við Skriðuvað, og
athugaði, bvort tiltækilegt mundi að ræsa það fram.
Þetta gjörði jeg eptir ósk þeirra Bjarnar Sigfússonar
og prófasts Hjörleifs Einarssonar. Við þessa skoðun
voru með mjer til hjálpar og aðstoðar Jón Jónsson
oddviti á Másstöðum, Jósep á Hjallalandi og Halldór
Pálsson, formaður búnaðarfjelags Sveinstaðahrepps.
Vatnsdalsflóð myndaðist árið 1720, 8. dag október-
mán. Það atvikaðist þannig, að skriða fjell úr fjailinu
að austanverðu við dalinn, og fór hún þvert yfir hann.
Kom þá stífla í ána, og er svo sagt, að vatnið í Flóð-
inu hafi þá verið 14 faðmar á dýpt. Skríðan fjell á
bæinn Bjarnastaði, og fórust þar 6 menn. (Sjá Ferða-
bók Ólavíusar, Khöfn 1780, bls. 206). Flóðið er nú,
eptir því sem jeg komst næst, um 450 engjadagsláttur
að fiatarmáli. Það er miklu grynnra nú en sagt er að
það hafi verið áður, og það grynnist ávallt meir og
meir af sandi og aur, sem Vatnsdalsá ber með sjer.
Það hlýtur því að minnka smátt oð smátt, leirurnar
þorna, gróa upp og verða að engi. Þetta tekur að
vísu æði-langan tíma, en fyr eða síðar kemur þó að
því, að flúðbotninn, sem nú er, komi upp, þorni og breyt-
ist í grasi gróna jörð, enda er Fióðið nú á stórum parti
þess ekki dýpra en l1/^—3 fet. Það mundi að sönnu
flýta fyrir, að flóðið fjaraði út, ef takast mætti að ræsa
það fram eða lækka vatnið í því. En kostnaðurinn við
það verður mikill, og það cr hætt við, að hann vaxi
svo í augum þeirra, er hlut eiga að máfi, að eigi þyki
ráðlegt að leggja út í það stórvirki. — Þcgar um það
er að ræða, að ræsa flóðið fram, eru tveir vegir fyrir
hendi, og hvorugur auðveldur.
Annaðhvort er að ræsa það fram gegn um Tíða-
skarð, eða grafa árfarveginn vestan við hólmann í ánni