Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 135
133
maður hrátt eða illa soðið svínakjöt, sem sullir þessir
eru í, fær hann í sig bandorminn.
2. Tœnia mediocanellata getur orðið 14 — 15 álnir
á lengd og svipar að mörgu leyti til T. solium; liðirnir
þó nokkuð breiðari. Sullur þessa bandorms lifir ein-
göngu hjá nautkindinni, og er nokkru minni en svína-
sullurinn; finnst optast í bitvöðvunum. Jeti maður soll-
ið nautakjöt, verður hann ormaveikur.
Sjúkdómum þessum getur hver maður varizt, ef
hann að eins gætir þess, að borða aldrei soilið svína- eða
nautakjöt, nema það sje vel soðið eða steikt. Sullirnir
þola illa mikinn hita, deyja jafnvel við 50° C. eptir
nokkrar mínútur, og virðist hættan því ekki stór. Hætt-
an hverfur einnig, ef kjötið er vel saltað eða reykt.
Ef menn á annað borð vilja leggja sjer til munns
sollið kjöt, eða yfir höfuð kjöt af veikurn skepnum,
sein menn hafa nokkra hugmynd um að einhver sótt-
kveykja geti verið í, þá vil jeg taka það hjer fram, að
mjög mikið er undir því komið, að kjötið sje soðið í
nógu smáum bitum. — í>að hefur verið sýnt fram á
það, að þótt vanalegt svínslæri liafi verið soSið (100° C.)
í 2 klukkustundir, þá hefur hitinn in:ii við beinið ekki
orðið meiri en svo, að svínasullina, som þar voru, sak-
aði ekki; hitinn hefur með öðrum orðum ekki náð
50° C. Grunsamt kjöt ætti helzt aldrei að steikja, að
minnsta kosti ekki í stórum bitum. því að þá þarf
órýmilega langan tíma til þess að liitinn nái nægilega
langt inn í kjötið. — Ef útlit kjötsins, þegar búið er
að sjóða það eða steikja. er öðruvisi (rautt, blóðugt)
innst en yzt, er engin vissa fyrir þvi að það sje ósak-
næmt.
Einhver hin bezta gróðrarstía fyrir bandorma eru
garnir hundsins, enda lifa þar margar tegundir, sem