Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 29
27
Ár. Innflutt. Innlent. Samtals.
1890 6,04 5,11 11,15
1892 6,41 4,80 11,21
1894 7,43 5,06 12,49
1895 8,07 4,55 12,62
1896 8,60 4,52 13,12
Taflan ber það með sjer, að innflutningur smjörs
fer sífellt vaxandi; að framleiðslan í landinu sjálfuekki
eykst til muna, og að smjörnautnin eykst árlega. Til
Englands eru nú iiuttar yfir 3 milíónir enskar vættir
af smjöri (1 vætt = 101,6). Það eru hjer um bil 2/„
hlutar þess, sem þar er neytt af þeirri vöru. Hingað
til hefur smjöreyðslan aukizt, eins og áður er tekið
fram, og hún hlýtur einnig að aukast framvegis, eptir
því sem fólkinu fjölgar, iðnaður eykst og efnahagur
almennings batnar. En auk þess, sem hjer er talið,
má enn fremur geta þess, að Norðurlönd, Danmörk,
Svíþjóð, Finnland og Norvegur standa betur að vigi en
flest önnur lönd, er flytja smjör til Englands, að halda
þar volli á smjörmarkaðinum. Svo kemur ísland mcð
sína kúta á markaðinn, og ætti oss engin vorkunn að
vera, að halda í við þau lönd, er þegar voru nefnd.
Þessar þjóðir, er taldar voru, ásamt íslendingum, hafa
betri skilyrði fyrir því, að leiða fram gott smjör, en
flestar aðrar, er getið hefur verið um hjer að framan.
Þessi skilyrði fyrir betri smjörverkuu eru meðal annars:
hentugra og kaldara loptslag, hreinna og meira vatn,
ís til að kæla með, kryddmeira fóður fyrir kýrnar, og
því lílca betri mjólk, o. s. frv.
Hve nær er mest eptirspurn eptir smjöri á Eng-
landi, og hæst verð á því ? Vanalega er þar mest gefið
fyrir smjör síðustu og fyrstu mánuði ársins. Bæði
danskt, sænskt og norskt smjör er því í bæsta verði