Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 13
11
verki hans, og skýrist þá vonandi betur, hvaðSigurður
vildi og vann. Að eins skal jeg setja hjer eigin orð
hans í niöurlagi brjefsins til Kolderups, seni jeg ætla
ritað fyrstu dagana í ágústmánuði:
„Verkefnið er svo stórt og umfangsmikið, að eigi
getur komið til mála, að miklu verði afkastað 2 fyrstu
árin. Mestu skiptir, að rjett sje farið af stað. Þess
vcgna hef jeg sætt hverju færi til þess að leita ráða
hjá rosknum og reyndum mönnum, sem vel eru að sjer,
til þess að gjörskoða málið sem bezt, bæði almennt og
í einstökum atriðum. Sem stendur get jeg ekki annað
en verið heldur ánægður með árangurinn af ferð minui
og þessari byrjun á verkinu, þó að mjer dyljist ekki,
að betur hefði skilað áfram, ef jeg hcfði átt kost á
rneira fje til efnarannsókna. En þetta getur þó allt
lagazt seinna, ef þjóðin bara kemst í skilning um, að
þetta málefni er eitt hið allra-þýðingarmesta, er lífs-
spursmál (Livssag), sem er þess maklegt, að fje sje var-
ið til þess, og því sje fylgt með fullri alvöruL
Alúðin var alveg frábær, og alvarlega tók hann
sitt þjónsstarf fyrir þjóðina. Hann getur eklci stillt sig
um að taka allt í og með, sem hann hyggur að megi
að einhverju gagni koma oss til handa: baðlyf, meðferð
á áburði, umbúnað í fjósum og litla steinolíuvjel í smiðju,
sem vinnur margra handa verk, en „ekki sjest hjá ís-
lenzku smiðunum“. Innan um kalkbrennslu-athuganir
keinur allt í einu hugvekjukorn: „Menn þurfa að senda
syni sina út og koma þeim að störfum við ýmislegt,
sem að gagni getur komið heima, til að láta sem mest-
an arð lenda hjá okkur, t. d. að senda .syni sína eptir
fermingu í sútaranám, ullarverksmiðju (vefnað, kembing
og spuna), koina þeim að skipabyggingum 'og í vinnu-
mennsku hjá dönskum bændum, hjá norskum útgjörðar-