Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 18
16
Innfiutmngnr á smjöri eða smjöriíki kefur aukizt
mest síðan þilskipunum tók að fjölga. Þetta stafar af
því, að útgjörðarmennirnir nota smjörlíkið fremur öðru
feitmeti handa sjómönnunum til viðbits. Á hinn bóg-
inn má fullyrða, að útflutningur smjörs hefur aukizt
2 síðustu árin, einkum hið síðasta.
Áður fyr á tímum var allmikið flutt út af smjöri.
Árið 1624 voru fluttar út 636 tunnur, en árið 1779
voru það að eins 12 tunnur, og síðan hefur smjör ekki
verið flutt út svo neinu nemi, þar til nú hin síðustu ár.
(Sjá „Lítil varningsbók “eptir J. Sigurðsson. Höfn 1861,
bls. 17 — 18).
Þegar litið er á það, hve mikið er flutt af smjöri
til landsins, mætti ætla, að hjer væri að ræða um
markað fyrir íslenzkt smjör, og að eigi þyrfti að leita
út fyrir landið til þess að fá smjör vort selt. Sjálfsagt
er einnig að viðurkenna það, að hjer á landi má selja
meira smjör, en nú er á boðstólum. Þó kvarta bænd-
ur annað veifið yfir því, hve erfitt sje að selja smjör
t. a. m. í Reykjavík. Víst er það, að verkunin á smjör-
inu er ekki góð hjá aimenningi, en þess er heldur eigi
að vænta nú sem stendur. Bæði er það, að kunnáttu
brestur til þess að búa til gott smjör, og svo er verð
á því almennt lágt, svo lágt, að það hvetur lítið til
umbóta í smjörgjörðinni. Eptirspurn eptir gócfu og
vel verkuðu smjöri er eigi næsta mikil. Það eru að
eins eiustakir menn, er leggja sig eptir að fá gott smjör,
og borga það háu verði. En flestir smjörneytendurnir
hirða lítið um, þó smjörið sje ekki sjerlega gott, ef
þeir að eins geta fengið það með lágu verði. Að vísu
munu fáir vilja, að smjörið sje slcemmt, er þeir neyta,
en það kalla jeg skemmt smjör, sem er farðað eða
mygglað. En að hinu leytinu mun það sönnu næst, að