Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 102
100
hóli í 20 ár, og bætt jörð þá inikið, sljettað túnið og
girt. Öll umgengni er þar hin snotrasta utan húss og
innan. Jeg kom þar í búrið sem víða annarstaðar, og
undi mjer þar vel, enda var þar allt svo einstaklega
þrifalegt og vel umgengið. Búrið var allt þiljað innan
og næg birta, en því er ekki að venjast almennt á bæj-
um, sízt á Suðurlandi. Þaðan fór jeg að Klömbrum
til Júlíusar læknis. Hafði hann þá gestaboð að fornum
sið, og veitti stórmannlega, sem honum erlagið. Þetta
gestaboð var stofnað í tilefni af því, að daginn áður
var yngsta barn þoirra hjóna, Magnús, sem nú er í 3.
bekk lærða skólans, fermt eða staðfest.
Frá Klömbrum fór jeg vestur í Miðfjörð að Melstað.
Þorvaldur prestur Bjarnarson hafði óskað eptir, að jeg
kæmi þar. Mig hafði og lengi langað mjög til að sjá
sjera Þorvald, því að margt hef jeg heyrt frá honum
sagt, og jafnan er þeim manni við brugðið fyrir marg-
breytta inenntun og fróðleik. Hann tók einnig á móti
mjer hið bezta, sýndi mjer jarðabætur þær, er hann
hefur gjöra látið, og eru þær ekkert smáræði. Hann
fór með mjer út á Hcggstaðanes, og heimsóttum við þá
bændurna Pál á Heggstöðum, mesta snyrtibónda og bú-
höld, og Jóliann Zakaríasson á Bálkastöðum. Jóhann
hcfur búið á Bálkastöðum í mörg ár, og gjört þar stór-
felldar jarðabætur. Meðal annars hefur hann sljettað
þar 20 dagsláttur, og er það ekkert smáræðisverk, eigi
sízt þegar þess er gætt, að túnið var bæði afar-grýtt
og mýrlent. Þegar haun kom að jörðinni, fjekk hann
100 hesta af túninu. Síðastliðið sumar gaf það af sjer
300 hesta eptir fyrri sláttinn, og um 100 hesta í síðara
skiptið. Nú er hann orðinn blindur, en er við komum
þar, stóð hann úti á túni og tók saman hey með hinu
fólkinu.