Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 85
83
dugnaður hans og hagsýni hafa sigrazt á öllum erfið-
leikum, enda munu fáir jafnast við hann í því efni.
Auk húsagjörðarinnar hefur hann bætt túnið, og
er nú óðum að færa það út og rækta. Sveinatunga
er sauðjörð, og fje þar vænt. Sem dæmi þess skal
þess getið, að haustið 1899 var fargað dilkhrút, og
óg kroppurinn af honum 50 pd.
í Hrútafirðinum hafði jeg stutta viðdvöl. Kunnug-
ir menn sögðu mjer, að lítið væri gjört þar að jarða-
botum eða öðrum framkvæmdum í búnaði. Á Melum
og Stað hafa verið gjörðar nokkrar jarðabætur, eink-
um túnasljettun; en annarstaðar mun lítið kveða að
því, enda voru tún þar illa sprottin og vantaði auð-
sjáanlega áburð. Yorið hafði og verið næðingasamt
og sprottið seint. Um cinn bónda þar, er nýlega hafði
byrjað búskap, var mjer sagt, að hann hefði borið á
túnið fyrstu árin, en væri nú hættur því; kvæði hann
það vera eitt af því, er ekki borgaði sig, og lofaði að
gjöra það ekki framar. Ef margir hafa þessa skoðun,
þá er eigi að furða, þótt túnin þar sjeu illa tödd og
spretti illa. — Úr Hrútafirðinum fór jeg yfir Miðfjörð
að Klömbrum í Vesturhópi. E>ar býr Júlíus Halldórs-
son læknir, og er hann áhugamikill um allt, er snertir
búskap og búnað. Hann hefur gjört miklar jarðabætur
á jörð sinni, sljettað túnið, sem er um 24 dagsláttur,
og girt það allt. íbúðarhús úr steini hefur hann látið
reisa, og öll peningshús gjört að nýju, og eru þau
traust að allri gjörð. Fyrir neðan og utan bæinn er
stór mýrarflói; hafa þar vorið gjörðir nokkrir skurðir,
og vatni úr Klambra-á veitt yfir hann. En vegna þess
hve hallinn er mikill, mun erfitt eða óhugsanlegt, að
gjöra þar uppistöðu eða flóðáveitu. Flóann mætti þó
bæta ineir en enn er gjört, með því að ræsa hann fram
6*