Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 55
58
komst að því, að baðið hafði verið haft of veikt, svo
að jeg varð að láta tvíbuða allt fjeð aptur á fulltryggj-
andi hátt.
í skýrslu þeirri, er jeg sendi til amtmaunsins, dags.
24. maí 1884, skýrði jcg frá því, að lækningakák
bændauna hefði að eins bælt fjárkláðann niður, án þess
að út rýma honum, svo að mjer hefði verið ómögulegt
að finna alla þá staði, þar sem fjárkláðinn kynni að
vera, og þess vegna yrði að halda áfram ráðstöfunum
til útrýmingar fjárkiáðanum. Sagði jeg, að það væri
um fram allt nauðsynlegt, að banna bændum strengilega
að slátra eða baða sauðkindur, er þeir ímynduðu sjer
að hefðu kláða, fyr en jeg eða mínir menn hefðu
skoðað sauðkindurnar. Enn fremur mæitist jeg til, að
nákvæmar skoðanir yrðu gjörðar næsta vetur, og að
mjer yrði tafarlaust skýrt frá öllum grunsamlegum til-
fellum, og loks tók jeg það fram, að það þyrfti að
raunsaka allt tóbak, sem keypt yrði til lækninga, því
að jeg hafði tekið eptir því, að tóbakssalar sumir stóðu
í þeirri ímyndun, að það skipti litlu hvernig fjárböðun-
artóbak væri, en þetta er fjarri öllum sanni, því að
þeiin mun sterkara sem t'bakið er, því áhrifameira er
það, til þess að drcpa fjárkláðainaurana. Böðunartóbak-
ið var keypt fyrir fje úr amtssjóði, og því var auðvelt
að láta rannsaka styrkleik tóbaksins, áður en kaupin á
því fóru fram.
Næsta ár fór jeg um amtið og skoðaði sjálfur
34000 fjár. Kom þá fram, að lækningarnar veturinn
áður höfðu tekizt betur, en jeg bjóst við, því að fjár-
kláðinn hafði orðið upp rættur með öllu í 7 sveitum.
Jeg fann hann að eins í 4 sveitum og upp rætti hann
svo með öllu um veturinn 1884—85. Næsta vetur
(1885 —86) fór jeg um amtið, og þá fann jeg ekld