Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 60
58
öðrum enda hjeraðsins og skoðar mcð hinni mestu ná-
kvæmni alstaðar, þar sem hættan er mest að fjár-
kláðinn leynist. En jafnframt skoða skoðunarmennirn-
ir og senda framkvæmdarstjóranum tafarlaust skýrslur
um skoðanir sínar. Ef nokkurs staðar ber á kláðan-
um, fer framkvæindarstjórinn þangað, svo fijótt scm
hann getur við komið, og lætur framkvæma baðanir,
eins og síðar verður frá skýrt. Þannig heldur fram-
kvæmdarstjórinn áfram með að skoða og lækna sauðfje,
og hefur nákvæmar gætur á öllu fje, sem seinast hefur
komið saman við hjarðir, sem ldáði finnst í.
Þegar liðnir eru hjer um bil tveir mánuðir, frá
því er lækningarnar byrjuðu, þá verður framkvæmdar-
stjórinn að byrja skoðun sína af nýju. Þessi skoðun
er ákaflega áríðandi og það vcrður að hraða henni svo,
að henni sje að fullu lokið. áður ou sauðfje er sleppt á
afrjettir. Það verður nú að skoða allt fje, sem hcfur
verið baðað og allt fje, sem nokkur grunur er um að
hafi kláða. Ef svo ber nokkurstaðar á kláða, þá verð-
ur að framkvæma baðanir á sauðfje, til þess að sem
mesttrygging sjc fyrir því. að fjárkiáðanum sje út rýmt,
áður en sauðfje fer á afrjettir.
Næsta vetur verða skoðunarmenn að skoða allt fje
nákvæmlega, en auk þess verður framkvæmdarstjórinn
að skoða sauðfjc inanna, þar sem hætta er á, að fjár-
kiáðinn kunni að leynast.
Af þossu er auðsætt, hversu mikið or komið undir
þokkingu, vandvirkni og nærgætni framkvæmdarstjór-
ans, og að starf hans vorður talsvert ljettara, ef fjár-
eigendur segja til, ef nokkurstaðar má ætla að kláði
kunni að vera í fje. og ef skoðunarmenn gjöra sitt starf
með vandvirkni og samvizkusemi.
Um útrýminguna hafa amtsráðin áður sett ýmsar