Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 129
127
ið kláða, en ekki vita menn til þcss, að kláðasjúkir
menn hafi sýkt aðrar skepnur en hundinn.
Grafmaurinn er frábrugðinn hinuin maurategund-
unum í því, að hann lifir ekki utan á hörundinu,
heldur grefur sjer ganga niðir í húðinni og lifir þar af
blóðvatni og frumlum þcim, er mynda innsta lag yfir-
húðarinnar; leggur hann þar egg sín, er ungast út og
verða að nýjum maurum, er halda áfram að grafa um
sig. Maurinn er ekki neitt sjerlega lífseigur, en afþví
að svo illt er að ná til hans með smyrslum og öðrum
kláðalyfjum, er opt mjög erfitt að lækna kláðann.
Hjá hestum byrjar kláðinn vanalega á höfði, hálsi
eða horðatopp, og getur stundum breiðzt út um allan
skrokkinn. Byrjar hann með smáörðum á húðinni, er
smámsaman fjölga og færast út, og fylgir þessu háralos,
svo að hesturinn getur stundum allur dottið út með
stærri eða smærri berum skellum. Á skellunum losnar
opt ákaft af flösu, og stundum myndast þykkar skorp-
ur, og klæjar hestinn ávallt mjög á kláðablettunum.
Sýkin er mjög næm meðal hesta og opt ill-læknandi.—
Það ber ekki sjaldan við, að menn taki kláða af liest-
um, cinkum þoir, sem hirða hestana eða hafa mikið
saman við þá að sælda, en sjaldnast vcrður sýkin eins
iilkynjuð á mönnum, og batnar fljótt, ef að er gjört, og
stundum jafnvel af sjálfri sjer.
Hundakláði byrjar vanalega á höfðinu eða í kring
um það, optast þó hjá eyrunuin, og getur hann svo
breiðzt þaðan út um allan skrokkinn. Einkennin eru
lík og hjá öðrum skepnum; fyrst koma á húðina örður
og blöðrur, sem annaðhvort springa af sjálfum sjer eða
við það, að hundurinn klórar sjer, og þorna svo vess-
arnir og verða að skorpum; hárin losna og stórar ber-
ar skellur myndast; húðin verður opt þykk og hundinn