Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 131
129
skepnur, eða hafa eitthvað raeð þær að sýsla, ættu ekki
að gleyma því, að þvo sjer rækilega á eptir úr sápu-
vatni um hendur og handleggi.
Allsvipaður kláða er sjúkdómur einn, sem kemur
fyrir hjá hundum, og veldur honuin smádýr eitt, sem
náskylt er maurunuin, en þeim all-ólíkt að lögun og
iifnaðarháttum. Kvikindi þetta er afar-lítið, sjest ekki
með berum augum, og heitir hársekk-maur; fær það
nafn sitt af því. að það lifir í hársekkjunum og fitu-
kirtlunum í húðinni, en grefur sjer ekld ganga eins og
maurarnir. í hársekkjunum valda maurar þessir bólgu
og ígorð, og losnar þá optast hárið og dettur af. Hund-
ar, sem þennan sjúkdóm hafa, eru einatt alsettir smá-
graptrarbólum, og svarar hver bóla til eins hársekkjar.
Sýkin er talin ólæknandi, og er það mest vegna þess,
að svo illa næst til þessara kvikinda. — Einkennilegt
cr það, að smádýr þessi lifa hjá manninum að staðaldri
án þess þó að gera honum nokkurt mein, og hafa þau
cinkum aðsetur sitt í hársokkjunum og fitukirtlunum
á nefinu; er svo sagt, að leit sje á því nefi, sem
laust sje við þennan ósóma. Ekki eru mörg dæmi til
þcss, að sýkin hafi borizt af hundum á menn, en komið
hefur það þó fyrir; er hún þó ætíð væg og auðvelt að
lækna hana.
Bandormar og sullir. Bandormar eru einhver
hin algengustu sníkjudýr bæði hjá mönnum og skepn-
um og gefa optast tilefni til mjög illkynjaðra og hættu-
legra sjúkdóma, og eru sumar tegundir þeirra mjög
illræmdar hjer á landi, enda munu flestir nú orðið
þekkja þær að nokkru.
Bandormar heyra til þeirn flokki dýra, sem einna
ólíkust eru sjálfum sjer á hinum ýmsu skeiðum tilveru
sinnar, bæði að eðli, lögun og lifnaðarháttum. Lífsfcrli
9