Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 34
32
þau eigi ölí jafnstór. Smjörið þótti ósamkynja að gæð-
um og útliti, og því seldist það svona illa. í brjeíi,
dags. 4. dag desembermán. f. á., getur Ólafur Árnagon þess
við mig, að smjörið haíi þótt í fyrsta lagi ekki sam-
litt í sama ílátinu, lítið saltað, tólgarbragð af sumu,
og nokkuð af því hefði verið súrt. „Að eins eitt
smjörilátið“, segir hann í brjeíinu, „hafði ekki neinn
af þessum sjerstöku göllum, en var þó ekki í hærra
verði, og ímynda jeg mjer, að það hafi verið látið íljóta
með af því, að það var svo lítið móti hinu“. Það voru
að eins 50 pd. í því íláti. Sumarið 1899 var einnig
gelt smjör til Englands, bæði úr Árnessýslu og Borgar-
fjarðarsýslu. Sumt af þossu smjöri var selt við háu
verði, en nokkuð af því gekk illa. Hæst verð fjekkst
fyrir smjör, er sent var frá Hvanneyri; það fjengust
90 aurar fyrir pundið í því. Sama verð fjekk óðals-
bóndi Eggert Benidildsson í Laugardælum fyrir það
smjör, er hann sendi út. Þar á móti fjengust ekki
nema 45 aurar fyrir annað smjör, er sent var út uin
sama leyti, og var þó sumt af því frá mestu myndar-
heimilum. Sameiguarmjólkurbúið á Seli í Hrunamanna-
hreppi seldi nokkuð af sínu smjöri til Englands fyrir
milligöngu kaupmanns Asgeirs Sigurcfssonar. Þetta
smjör var sent út í tvennu lagi. Fyrri sendingin var
seld í júlímánuði og fjengust 63 aurar fyrir pundið.
Síðari sendingin var seld í septembermánuði, og pundið
á 81 eyri. Fyrri smjörsendingin kom út á óhentugum
tíma, einmitt þegar verðið á smjörinu var sem lægst.
Um sama leyti og síðari sendingin fór, sendi Ásgeir
einnig annað smjör frá einstöku heimili til Englands.
Það var hvergi nærri eins vel borgað og smjörið frá
mjólkurbúinu, enda var það tokið fram í sölureikningn-
um, að það hefði verið rniklu lakara, illa verkað, og