Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 128
126
einni skopnu til annarar, hvort hcldur þær eru somil
tegundar eða ekki, og valda þar sjúkdóm.
Hjer skal nú farið nokkrum orðum um þann flokk
næmra sjúkdóma, er menn geta fengið af dýrum, og
verður þá fyrst taiað um þá, er orsakast af sníkjudýr-
um, og því næst þá, sem sveppir og lulderíur valda.
Kláði (scabies) er sjúkdómur sá nefndur, sem kem-
ur af því, að smádýr nokkur, er vjer köllum maura,
taka sjer bólfestu í eða á húð dýra og manna og gefa
þar tilefni til bólgu með blöðru- og skorpumyndun, sem
ákaft klæjar í. Sýki þessi er mjög algeng í sauðfje
hjer á landi, en getur einnig kornið fyrir hjá öllum
alidýrum voruni, og hefur til þessa verið talsvert al-
menn á mönnum.
Til eru þrjár tegundir kláðamaura, er lifa á ali-
dýrunum að undan teknum fuglum, og eru þeir nefndir:
nagmaur, sogmaur og grafmaur; fara nöfnin eptir lifn-
aðarháttum þeirra. Nagmaurinn hefst við á yfirborði
húðarinnar og lifir mestmegnis af flösu, sem hann nagar;
veldur fótakláða á hestum, nautum og sauðfje, og eyrna-
kláða á hundum og köttum. Sogmaurinn hefst einnig
við á hörundinu og lifir af blóði og blóðvatni, sem hann
sýgur úr húðinni; hann getur valdið kláða á hesturn og
nautum, en er algengastur á sauðfje („íjárkláðamaur11).
Þessar tvær tegundir eru ekki hættulegar mönnunum;
auðvitað geta maurarnir skriðið á menn og gjört þeim
dálítinn usla um stundarsakir, en reglulegan kláða
fram leiða þeir ekki.
Grafmaurinn er aptur á móti mjög skæður mönn-
um, og er hanu orsölc vanalegs mannakláða; hann er
og aðalkláðamaur hjá hestum, hundum og köttum, og
veldur stundum höfuðkláða á sauðfje. Hann getur bor-
izt af ölluin þessum dýrategundum á manninn og vald-