Búnaðarrit - 01.01.1901, Blaðsíða 162
160
á mönnum og dýrum: hitasótt, útbrot í munni, koki,
vörum og víðar í andliti, á hönduin, handleggjum og
brjósti. Fylgir þessu opt uppköst og niðurgangur,
einkum hjá börnum, og verður veikin mörgum þeirra
að bana. Fullorðið fólk deyr sjaldan úr henni. — Veiki
þessi þekkist ekki hjer á landi og hefur víst aldrei
hingað komið.
Bóla (variola) hefur áður fyrri verið mjög algeng-
ur sjúkómur bæði á mönnum og skepuum, en hennar
gætir nú orðið miklu minna. r8ýki þessa geta flest af ali-
dýrunum fengið, og tala menn því um fjárbólu, kúabólu,
hestabólu og svínabólu. Sóttkveykjuna þekkja menn
ekki enn, og skiptar hafa skoðanir manna verið um
það, hvort ein og sama orsök valdi veíkinni hjá hin-
um ýmsu dýratogundum og inanninum. Sennilegast er,
að ailar bólu-tegundirnar sjeu i raun og veru sama
veikin, af sömu rót runnar, enda virðist flest benda til
þess. Þannig leikur enginn efi á því, að hinar ýmsu
dýrategundir geta fengið veikina hver af annari, og að
menn geta bæði sýkt þær og sýkzt af þeim. Það er og
víst, að hver bólutegundin veitir vörn gegn hinum, en
við það styðst bólusotningin, sem allir þekkja.
Bólusótt hagar sjer mjög svipað á dýrum og mönn-
um, og þar sem flestir þekkja útlit bólunnar, skal hjer
ekki farið nánar út í það efni; að eins skal þess getið,
að bólan brýzt sjaldan út um allan kroppinn á dýrum,
eins og á sjer stað með menn, en heldur sig að viss-
um stöðum, og eru þeir mismunandi eptir því, hver
dýrategund á hlut að máli. Fjárbólan kemur aðallega
í andlit kindarinnar, kúabólan á júgrið og spenana, og
hestabólan á fæturna, undir hófskegginu. Svínin fá út-
brotin optast um allan kroppinn. Bólusótt er frcmur
meinlaus dýrakvilli, en getur þó opt verið illkynjuð á